þetta var okkar fyrsta bruggun með BIAB aðferð og gekk hún með ágætum...
OG mældist 1.054 og FG mældist 1.012 eftir að hafa verið í gerjun við ca. 20°C í 14 daga en þá skelltum við þeim á flöskur og enduðum með 75x 500ml flöskur af bjór sem ég hlakka mjöög mikið til að bragða á! (smakkaðist fínt við átöppun)
Nokkrir hnökrar sem við lenntum í var að hitastýringin var að stríða okkur eitthvað og það gleymdist að sauma sér poka fyrir humlana þannig að korninu var bara sturtað úr kornpokanum og hann skolaður og hennt útí aftur og humlarnir með á réttum tíma í pokann... aðal bíóið byrjaði svo þegar við ætluðum að taka pokann uppúr tunnuni eftir suðu.. en þá höfðu humlarnir þétt veggi pokans þannig að virturinn lak mjög hægt úr pokanum... það var ævintýri að ná virtinum úr pokanum án þess að humlarnir færu með þar sem kornpokinn er svo stór ( eins og að vera með bónuspoka fullann af sjóðheitum vökva

en næsta brugg okkar er planað núna um helgina og það er brúðkaupsölið hans úlfars úr uppskriftaþræðinum hér á síðunni...
kv. Steinar