Mælirinn sýnir þér bara hlutfall svo hann hefur enga einingu.
Hlutfallið er miðað við eðlisþyngd vatns, t.d. ef mælirinn sýnir 1,100 þá er eðlisþyngd vökvans 10% meiri en vatns.
Fyrir eðlisþyngd er einingin þyngd/rúmmál, t.d. g/ml eða kg/m^3.
Það mætti allveg segja til einföldunar að eðlisþyngd vatns sé 1000 kg / rúmmeter.
Svo ef mælirinn sýnir 1,100 þá er eðlisþyngd vökvans 1100 kg / rúmmeter.
Þannig að ef þú ert ekki sleipur með tölur þá bruggarðu bara í heilum tonnum og þá er auðvelt að lesa útúr þessu
En það væri gaman að fá skemmtilegan pistil um þennan blessaða mæli. Hann ætti gjarnan heima á wiki síðunni.