Ég lagði í bjór um helgina. Þar sem Jean-Pierre Van Roy bruggari/blandari í Cantillon sagði að Lambic væri ekki Lambic nema hann væri búinn til í Brussel, þá ætla ég að nota nafnið PLambic um hann, sem er dregið af nafninu Pseudo Lambic. Það er algengt að menn noti þetta svona í virðingarskini við hinn upprunalega.
Þegar ég byrjaði að brugga í mars 2010 datt mér ekki í huga að tæplega 2 árum seinna færi ég að leggja í bjór sem ég mundi gerja í 2-3 ár, hvað þá að ég væri með 2 slíka í gerjun á sama tíma. Hinn bjórinn sem er í gerjun til 18-24 mánuði er Flanders Red Ale.
Ég ákvað eftir að hafa lesið nokkur blogg að nota turbid mash, sem er sögulega "rétta" leiðin við bruggun á lambic.
Í turbid meskingu er hluti virtsins dreginn frá og hitaður til þess að hann haldi sterkju sem verður ekki að gerjanlegum sykri. Þetta er gert til þess að brettanomycecinn hafi næringu til lengri tíma þar sem gerjunin stendur lengi yfir.
Það er ekki oft sem ég nenni að documentera vel það sem ég geri, en ég gerði það í dag. Það er bæði til þess að hjálpa einhverjum í framtíðinni sem dettur í hug að gera þetta eins, og einnig til þess að ég muni hvað ég gerði eftir 3 ár.
Grain billið sem ég notaði er byggt á því sem Liddil (Cult of the biohazard lambic brewer) segir að Cantillon noti. Þetta er um 66% Pilsner malt og 34% Ómaltað hveiti. Ómaltaða hveitið keypti ég hjá Kornax niðri í kornagörðum, en konan þar tilkynnti mér að þetta væri það sama og er selt sem fuglakorn í pokum í verslunum. Það ætti því að vera eins hægt að nota það. Annars var ekkert vandamál að versla þetta þar.
Humlarnir voru 2gja ára gamlir styrian goldings humlar. Plimmó félagar útveguðu mér þá og þeir komast hér með á credit listann. Humlarnir voru orðnir nánast lyktarlausir og skrjáfþurrir og hentuðu fullkomlega í þetta. Ég setti beiskjuna á þeim niður í 0.5% Alfa, þó ég hafi ekki hugmynd um hvort það sé rétt eða ekki. Virtinn var samt nokkuð beiskur eftir suðu, sem var það eina sem kom á óvart í brugginu.
Gerið/pöddurnar sem ég notaði voru WLP653, brettanomyces lambicus. Ég gerði sirka 600ml starter úr því viku fyrr, og bætti síðan dreggjum úr Cantillon Rosé de Gambrinus og Boon Kriek útí til þess að auka á flóruna. Úlfar aðstoðaði mig við að tæma úr flöskunum, án hans hefði það ekki tekist

Ég gerði ráð fyrir að fá mun minni nýtni útúr þessari meskingu en hefðbundinni meskingu hjá mér, venjulega fæ ég milli 80 og 83% nýtni, en í þetta skipti reiknaði ég með 70% nýtni og það gekk eftir.
BeerSmith Recipe Printout
Recipe: GLambic
Brewer: Gunnar
Style: Straight (Unblended) Lambic
TYPE: All Grain
Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size (fermenter): 23,80 l
Boil Size: 33,00 l
Bottling Volume: 23,80 l
Estimated OG: 1,048 SG
Estimated Color: 6,4 EBC
Estimated IBU: 8,0 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Boil Time: 120 Minutes
Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
3,50 kg Pilsner (Weyermann) (3,3 EBC) Grain 1 66,0 %
1,80 kg Wheat, Flaked (3,2 EBC) Grain 2 34,0 %
1,0 pkg Brettanomyces Lambicus (White Labs #WLP653) Yeast 4 -
120,00 g Styrian Goldings [0,50 %] - Boil 120,0 m Hop 3 8,0 IBUs
Turbid mashið tók sirka 2-2&1/2 tíma og var bara reglulega hressandi. Ég gæti listað upp hvernig það var gert hérna, en það eru margir búnir að lýsa því vel á netinu. Ég gerði þetta nákvæmlega eins og hér.
Ég tók nokkrar myndir og ætla að henda þeim hérna inn.
1.
Ómalaða hveitið.
2.
Kornið malað.
3.
Humlarnir í poka.
4.
Starterinn og túban, ásamt óhóflegu magni af sólarljósi.
5.
Fyrsta skrefið í meskingunni, kornið vætt með örlitlu magni af vatni til að ná 45°C.
6.
Næsta hitastig í meskingunni, örlítill virtur laus.
7.
Fyrsti turbid hlutinn dreginn frá, eins og mjólk.
8.
Annað "rest".
9.
"Saccharafication rest".
10.
5 lítrar af turbid virtinum áður en það fór útí til að ná útmeskingarhita, 75°C.
11.
Skolun í gangi, skolaði þar til ég fékk um 36 lítra af virti, og runoff var 1.008.
12.
Skolvatnið, sést ekki vel á myndinni, en ég skolaði með 85°C vatni.
13.
Humlanir eftir að ég hafði tekið virtinn frá í gerjunarfötuna.
14.
25 lítrar af PLambic komnir í gerjun, sjáumst eftir 2-3 ár.
Leiðbeiningarnar hjá Mike á madfermentationist síðunni eru mjög góðar, og það var ekkert sem kom mér á óvart þar.
Ég mæli endilega með að sem flestir prófi þetta, svo menn geti síðan farið að bera saman
