Fágunarferð í Borg Brugghús. [UPPFÆRT]

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Fágunarferð í Borg Brugghús. [UPPFÆRT]

Post by gunnarolis »

Sælir félagar.

Borg Brugghús hefur boðið okkur í heimsókn til sín og að sjálfsögðu tökum við því boði fagnandi.
Ár er síðan við sóttum þá félaga heim síðast og hefur þeim síðan þá borist góður liðsauki í Valgeiri, fyrrverandi bruggmeistara Ölvisholts.

Þið hafið væntanlega allir séð fréttir um Surt, nýjan bjór Borgar. Innihaldandi 12% alkóhól af rúmmáli ætti hann að geta yljað mönnum um hjararæturnar, sér í lagi ef hann heldur áfram að vera jafn napur og hann hefur verið í Desember. Hver veit nema menn fái að smakka þessa nýjustu afurð.

Síðast þegar við komum til þeirra var aðbúnaður hinn glæsilegasti og það má búast við að þetta verði ekki verra en það var þá.

Frítt verður fyrir fullgilda meðlimi á þennan atburð, líkt og síðast. Aðrir þurfa að greiða 1000kr og verður það að gerast inn á reikning Fágunar fyrir miðnætti daginn áður. Vert er að minna á að bruggkeppnin, þessi ferð og aðalfundur eru öll á næsta leiti, og því gæti borgað sig að hósta upp meðlimagjaldinu ef menn ætla að mæta á alla þessa viðburði.

Stað og tímasetning:

Borg Brugghús, í Ölgerðinni uppi á Höfða.
Laugardagurinn 14. Janúar kl 12:00.

Greiðsluupplýsingar:
0323-26-63041, kennitala 6304102230.
1000kr fyrir klukkan 23:59 föstudaginn 13. Janúar
Tilgreina þarf notendanafn á fagun.is í skýringu svo skráning sé fullgild.

MEÐLIMIR ATHUGIÐ!! VINSAMLEGAST SENDIÐ STAÐFESTINGU Á ÞÁTTÖKU SEM FYRST Á skraning.fagun@gmail.com
Þetta er gert til þess að hægt sé að ákvarða fjölda þáttakenda!!

Ég minni einnig á að til að gerast meðlimur í félagið þarf að greiða 4000 krónur, en þá þarf ekki að greiða þennan 1000kall aukalega.

Vonumst að sjálfsögðu til þess að sjá sem flesta,
Kv Stjórnin.
Last edited by gunnarolis on 10. Jan 2012 22:14, edited 1 time in total.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by bergrisi »

Frábært. Ég mæti. Farinn að telja niður dagana.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by sigurdur »

Mjög skemmtilegt .. ég kemst vonandi á þennan frábæra viðburð! (stefni á að komast)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by Eyvindur »

Ohh, ég kemst því miður ekki, þar sem ég er að halda veislu þennan dag. :'(
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by halldor »

Ég mæti að sjálfsögðu, enda hef ég grátið mig í svefn á hverjum degi í eitt ár yfir því að komast ekki í fyrra.
Plimmó Brugghús
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by hrafnkell »

Ég mæti. Yfir meðallagi hress með þetta!
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by gugguson »

Ger-andi mætir (Jói, Hjölli og Margrét).
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by ulfar »

Ég mæti - engin spurning um það!
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by Classic »

Fágunar-helgar-event sem dettur á þessa einu helgi í mánuði sem ég er hvorki með barnið né í vinnu .. held ég geti ekki sagt nei .. eina spurningin er hvort ég á að borga þúsundkallinn, eða láta loksins verða af því að gerast "gildur limur" eins og þeir kalla það í Færeyjum.. Hvenær kemur að endurnýjun ef ég fer að skrá mig í félagið núna, er kannski hagstæðara að borga aðgangseyrinn í þetta og keppnina í vor og borga mig svo inn í félagið fyrir um leið og allir gömlu félagarnir endurnýja?
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by Feðgar »

Þetta er svo spennandi, við munum ekki láta okkur vanta.

Ég er mjög feginn að þetta skuli vera þann 14. í stað 21. eins og það var búið að tala um, ég var ekki enn búinn að jafna mig af því að ég mundi missa af þessu.

:beer:
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by halldor »

gunnarolis wrote:Sælir félagar.
Þið hafið væntanlega allir séð fréttir um Surt, nýjan bjór Borgar. Innihaldandi 12% alkóhól af rúmmáli ætti hann að geta yljað mönnum um hjararæturnar, sér í lagi ef hann heldur áfram að vera jafn napur og hann hefur verið í Desember. Hver veit nema menn fái að smakka þessa nýjustu afurð.
Stjórninni barst rétt í þessu staðfesting á að Fágun fái að vera meðal þeirra allra fyrstu að smakka á Surti.
Til að hafa vaðið fyrir neðan okkur skulum við gera ráð fyrir því að heimsóknin standi á milli kl. 12 og 16.
PS. Ekki er ráðlagt að bóka sig í barnaafmæli eða matarboð hjá tengdó eftir þessa ferð :skal:
Plimmó Brugghús
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by sigurdur »

halldor wrote:
gunnarolis wrote:Sælir félagar.
Þið hafið væntanlega allir séð fréttir um Surt, nýjan bjór Borgar. Innihaldandi 12% alkóhól af rúmmáli ætti hann að geta yljað mönnum um hjararæturnar, sér í lagi ef hann heldur áfram að vera jafn napur og hann hefur verið í Desember. Hver veit nema menn fái að smakka þessa nýjustu afurð.
Stjórninni barst rétt í þessu staðfesting á að Fágun fái að vera meðal þeirra allra fyrstu að smakka á Surti.
Til að hafa vaðið fyrir neðan okkur skulum við gera ráð fyrir því að heimsóknin standi á milli kl. 12 og 16.
PS. Ekki er ráðlagt að bóka sig í barnaafmæli eða matarboð hjá tengdó eftir þessa ferð :skal:
Ég er einmitt að fara í afmæli seinna þennan dag .. en sem betur fer ekki barnaafmæli ;-)

Ég mun samt vera spakur (vonandi) :P
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by bjarkith »

Hvur andskotinn, versta helgi ársins fyrir mig, eins gott að þetta verði aftur seinna.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by halldor »

bjarkith wrote:Hvur andskotinn, versta helgi ársins fyrir mig, eins gott að þetta verði aftur seinna.
"There's always next year :( "
Plimmó Brugghús
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by bergrisi »

Ég vill alls ekki missa af þessu. Er með ræðu í veislu seinna um kvöldið og það er hætt við að hún verði skrautleg miðað við í hvað þetta stefnir.

Ef ég myndi sleppa þessari ferð myndi ég gráta í ár svo
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by viddi »

Mæti og tek Tótann með mér.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
Benni
Kraftagerill
Posts: 74
Joined: 23. Aug 2010 23:14
Location: Hafnarfjörður

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by Benni »

ég stefni á að mæta og mun draga allavega einn með mér
Á flöskum: úps!
Á kútum: úps!
Í gerjun: úps!
Fyrirhugað: Margt og alltofmikið
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by AndriTK »

frábært. Hlakka mikið til að smakka Surt. Ég mæti :)
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by anton »

Sweeet. Stefnir í góðan bjór í hádegismat n.k. laugardag hjá mér ef allt gengur eftir!
User avatar
Elli
Villigerill
Posts: 21
Joined: 14. May 2009 17:47

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by Elli »

Þetta hljómar vel - ég mæti.
User avatar
Hrotti
Villigerill
Posts: 16
Joined: 11. May 2009 12:42

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by Hrotti »

Óttar mætir hress
ingmkja
Villigerill
Posts: 2
Joined: 4. Sep 2011 22:29

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by ingmkja »

ég mæti, borgaði í gær inn á reikning fágunnar.
bjorninn
Villigerill
Posts: 44
Joined: 22. Jun 2011 13:19
Location: Reykjavík

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by bjorninn »

Ég mæti, hef þegar millifært.
User avatar
valurkris
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 29. Jul 2009 06:47
Location: Kópavogur

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by valurkris »

Ég fór í fyrra og var mjög sáttur en kemmst því miður ekki nú vegna vinnu.

Það verður svekkjandi að vita af ykkur þarna á meðan að ég verð að vinna í byggingunni við hlið ölgerðarinnar
Kv. Valur Kristinsson
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fágunarferð í Borg Brugghús.

Post by sigurdur »

valurkris wrote:Ég fór í fyrra og var mjög sáttur en kemmst því miður ekki nú vegna vinnu.

Það verður svekkjandi að vita af ykkur þarna á meðan að ég verð að vinna í byggingunni við hlið ölgerðarinnar
Þú skreppur bara í "smókpásu"
Post Reply