Eftir að hafa sullað Coopers sírópi í fötu og smakkað afraksturinn, sem var reyndar bara fínn miðað við fyrstu tilraun þá hef ég og félagi minn ákveðið að smíða brugggræjur fyrir BIAB vegna þess að það er án efa mun skemmtilegra að brugga með korni og humlum heldur en með sírópi, og auðvitað verður bjórinn betri, skv. því sem ég hef lesið hér
En já græjurnar sem við erum með eru blá 60L tunna frá saltkaupum og 4stk 2200W hraðsuðukatlaelement... við erum búnir að prufa elementin og þau svínvirkuðu en við gátum keyrt 2 og 2 á sitthvorri 16A lögninni þannig að þessi 2200W eru greinilega ekki alveg heilög hehe:)
Það kom mér reyndar á óvart hvað tunnan mýktist þegar suðan var komin upp...
En ástæðan fyrir þræðinum er sú ég vildi ráðfæra mig við ykkur
Pælingin er að taka Auber 2352 stýringu og láta hana keyra amk 2 af þessum 4 elementum í gegnum eitt 40A SSR, pælingin var þá að hafa hin 2 bara á rofa og setja þau bara handvirkt inn þegar við erum að ná upp hita/suðu... svo er reyndar spurning hvort það sé ekki bara gáfulegra að vera með 2stk 40A SSR... ástæðan fyrir því að ég vill ekki eitt 80A SSR er að ég vill geta keyrt elementin á sitthvorum tveimur 16A lögnum.
Planið er einmitt að láta elementin halda réttu hitastigi í meskingu..
hvað hitanema fyrir stýringuna þá rak ég augun í þennan Pt100 nema og lýst ágætlega á:
http://www.auberins.com/index.php?main_ ... 0c9ed9f903" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Hafa menn verið að fá þessa nema einhversstaðar hérna heima ? Eða mæla menn með einhverjum öðrum hitanema frekar en öðrum?
Svo er lokapælingin í bili að vera með dælu... en bara svo að ég sé ekki að misskilja neitt, eru menn ekki að setja dæluna til þess að sía virtinn í gegnum kornið? Vegna þess að ég las einhversstaðar að þetta þjónaði engum tilgangi í BIAB, ef svo er er það þá vegna þess að pokinn síar þetta jafnvel? En hvaða dælur eru menn að nota í svona stórar tunnur þar sem hugmyndin er að gera 40-50L lagnir í senn ?
Svo skelli ég fljótlega inn myndum af þessu... ekki það að þetta sé eitthvað nýtt sem við erum að gera, það er bara alltaf gaman að sjá það sem menn eru að smíða
Kv. Steinar R
Á flöskum: Coopers Real Ale