Leppalúði .. smá rantur og heitið á orginal bjórnum

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
haukur_heidar
Villigerill
Posts: 25
Joined: 11. Feb 2011 19:11
Contact:

Leppalúði .. smá rantur og heitið á orginal bjórnum

Post by haukur_heidar »

pósta nú ekki oft hérna en langar aðeins að deila þessu með ykkur.

Ég hef lengi leitað að upprunum Leppalúða, þ.e.a.s. hvaða bjór er á bakvið, þar sem þetta er klárlega ekki bara contract-bruggað heldur einhver ákveðinn jólabjór.

Nú veit ég að hann Freysi (bjórbók.net) hefur árangurslaust reynt að fá þessar upplýsingar upp hjá birgjanum, sem er Lögg ehf. Engar upplýsingar eru á miðanum heldur einungis nokkrar línur um hefð jólabjórs í Belgíu.

Með aðstoð vinar míns fékk ég það út að bjórinn sem umræðir er Leroy Christmas:
http://www.ratebeer.com/beer/christmas-leroy/18364/" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég verð að segja að mér finnst Lögg ehf. eiga skilið mínus í kladdann, að verða ekki við fyrirspurnum eða gefa upp hver orginal bjórinn er, ég sé ekki alveg að það ætti að skipta miklu máli fyrir þá. Ágætis bjór samt..
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Leppalúði .. smá rantur og heitið á orginal bjórnum

Post by hrafnkell »

Sammála, frekar asnalegt hjá þeim að liggja á þessu. Og gaman að fá loksins að sjá hvað er bakvið grímuna :)
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Leppalúði .. smá rantur og heitið á orginal bjórnum

Post by gunnarolis »

Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Leppalúði .. smá rantur og heitið á orginal bjórnum

Post by Eyvindur »

Kjánalegt já. Ástæðan er væntanlega sú að þeir vilja að fólk haldi að þetta sé kontrakt brugg.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Leppalúði .. smá rantur og heitið á orginal bjórnum

Post by ulfar »

Væri alveg til að sjá Hommel Bier hérna á fróni. Þyrfti að æsa Lögg í að flytja hann inn, þeir geta svo kallað hann hvað sem er fyrir mér.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Leppalúði .. smá rantur og heitið á orginal bjórnum

Post by halldor »

haukur_heidar wrote: Með aðstoð vinar míns fékk ég það út að bjórinn sem umræðir er Leroy Christmas:
http://www.ratebeer.com/beer/christmas-leroy/18364/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég verð að segja að mér finnst þetta ekki mjög Scotch ale - legur bjór, þannig að það er spurning hvort hann eigi heima í þessum flokki á rate beer.
Plimmó Brugghús
Post Reply