Átöppun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Átöppun

Post by Hekk »

Sælir,

nú fer að líða að fyrstu atlögu við að færa yfir á flöskur. Því langar mig til að spyrja ykkur að því hvort hægt sé að kaupa "bottling wand" hérna á klakanum?

Búinn að vera að leita og veit ekkert hvað þetta heitir á Íslensku.

Einnig var ég að pæla í hvort einhver hérna hafi skellt krana á gerjunarfötu, ég á nefnilega aukafötu sem mig langar til að setja átöppunar krana á.

kv.
Jónas
oliagust
Villigerill
Posts: 27
Joined: 13. Oct 2011 00:21

Re: Átöppun

Post by oliagust »

Þú ert væntanlega að tala um svona græju: http://www.vinkjallarinn.is/xodus_produ ... &SubCat=20" onclick="window.open(this.href);return false;

Nokkuð viss um að þetta er líka til í Ámunni, þó svo ég finni það ekki í flýti: http://aman.is" onclick="window.open(this.href);return false;
Í vinnslu; Bríó klón
Í gerjun: SMASH lager og Nelson Sauvin IPA
Á flöskum; Rauðöl, Vetraröl, APA, Brúðkaupsöl og SMASH öl.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Átöppun

Post by sigurdur »

Ég er með krana á minni fötu.
Þú finnur örugglega krana og sprota í ámunni eða vínkjallaranum. Reyndu bara að kaupa svoleiðis með gormi.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Átöppun

Post by Eyvindur »

Ég er líka með krana á minni. Mér finnst það muna öllu. Ég fékk krana í Ámunni, en ég er 99% viss um að hann fæst líka í Vínkjallaranum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
oliagust
Villigerill
Posts: 27
Joined: 13. Oct 2011 00:21

Re: Átöppun

Post by oliagust »

Eru menn þá ekki með slöngu á kranann og í átöppunarsprota þannig að þetta sparar vesen með hívert slönguna?
Í vinnslu; Bríó klón
Í gerjun: SMASH lager og Nelson Sauvin IPA
Á flöskum; Rauðöl, Vetraröl, APA, Brúðkaupsöl og SMASH öl.
Hekk
Kraftagerill
Posts: 98
Joined: 4. Jul 2011 13:38

Re: Átöppun

Post by Hekk »

kærar þakkir,

mæliði með svona sprota + krana?

Hvað finnst ykkur best? - ætla að útbúa mér endanlega lausn nefnilega
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Átöppun

Post by hrafnkell »

Sproti og krani er málið :)

Ég á líklega hvorutveggja ef þig vantar.
Steinarr
Villigerill
Posts: 23
Joined: 10. Aug 2011 23:24

Re: Átöppun

Post by Steinarr »

Eru menn með einhverja spes krana úr plasti í þessu eða eru þið að nota venjulega ryðfría krana(þessa með rauða lokanum ofaná) til dæmis 1/2" ryðfría krana úr húsasmiðjunni eða byko?
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Átöppun

Post by Feðgar »

Steinarr wrote:Eru menn með einhverja spes krana úr plasti í þessu eða eru þið að nota venjulega ryðfría krana(þessa með rauða lokanum ofaná) til dæmis 1/2" ryðfría krana úr húsasmiðjunni eða byko?

Það er eflaust ætlast til þess að menn noti þessa úr plasti, við áttum hinsvegar slatta af nýjum rústfríum og höfum bara notað þá.

Plastkarnarnir eru eflaust mun ódýrari
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Átöppun

Post by Eyvindur »

Ég nota plastkrana, en ryðfríir eru eflaust í góðu lagi, að því gefnu að allt fittings og allt saman sé ryðfrítt. Kopar er víst ekki sniðugur eftir suðu, skilst mér. Að því sögðu notaði ég lengi vel koparró, því ég fékk hvergi plast, og það breytti litlu. En plastið er mjög þægilegt í meðförum og ég kann vel við það.

Ég myndi mæla með því að taka allt í sundur með reglulegu millibili (3 mánuðir eru eflaust passlegur tími) og þrífa það. Ég hef heyrt um sýkingar vegna óhreininda í átöppunarfötum. Og þegar ég tók mína í sundur sá ég að þetta var svolítið skítugt. Líklega má ég prísa mig sælan að hafa ekki fengið sýkingu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Átöppun

Post by hrafnkell »

Ég er með svona krana:
http://www.midwestsupplies.com/easy-on- ... andle.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Þykir hann þægilegur, þægilegri en úr málmi. Það er oft svolítið erfitt að snúa málmkrönum, og maður beyglar fötuna við átakið. Það gerist ekki með plastkranann. Annars er þetta bara smekksatriði.
Post Reply