Einangraðir súpupottar

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Einangraðir súpupottar

Post by Maggi »

Um daginn sá ég potta sem kunningi minn ætlar að nota í bruggkerfið sitt. Þetta eru ansi skemmtilegir pottar. Þeir eru einangraðir á alla kanta og með loki, sjá hér
http://www.ebay.de/itm/Edelstahl-Thermo ... 3cbec4c620

Verðið er einnig afar hagstætt eða 85 evrur fyrir 60 L pott!

Hér skrifar hann um pælingar sínar
http://brewtroller.com/forum/showthread.php?t=850

Ég er að hugsa um hvort sniðugt væri að kaupa svona potta. Eini gallinn sem ég sé er að veggþykktin er ekki nema um 0.4 mm. Gæti verið erfitt að bora falleg göt. Einnig geri ég ráð fyrir því að maður þurfi að vera einkar laginn að sjóða í svona potta. Fittings með þéttingu ætti þó ekki að vera vandamál að mínu mati og því hugsanlega betri lausn en suða.

Eins og er vantar mig einn 60 L HLT (fyrir HERMS) og gæti því verið að ég panti einn og prófi mig áfram með hann.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Einangraðir súpupottar

Post by sigurdur »

Þú getur svosem prófað það, en þú verður að gera ráð fyrir sendingarkostnaði, tolli og vsk sem bætist ofan á þetta.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Einangraðir súpupottar

Post by hrafnkell »

85 evrur er svolítið hátt... Ca 14þús án sendingarkostnaðar, ætli sendingarkostnaður væri ekki 5þús lágmark. Svo eru þetta eldhúsáhöld, sem bera 20% toll (eða voru það vörugjöld? Gildir einu)

Þá lítur þetta svona út:
(14 + 5) *1.2*1.255+0.550 ~= 29þús komið til Íslands, sem er rétt tæplega það sem ég borgaði fyrir 72 lítra pottinn minn.

Er hitari í þessum, eða er þetta bara pottur? Ég hef séð nokkra nota þetta á hinum og þessum spjöllum, og alls ekki galið. Ég hugsa samt að ég myndi kjósa eitthvað annað, sérstaklega þar sem einangrunin skiptir ekki öllu hér á Íslandi þar sem rafmagnið er ódýrt :)
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Einangraðir súpupottar

Post by Maggi »

Ég gleymdi að nefna að ég á heima í Danmörku þannig að ég þarf ekki að borga nein extra gjöld. Vildi samt sem áður benda ykkur á þetta. Leiðindavesen að það séu 20 % vörugjöld/tollar af eldhúsáhöldum.

Annars fékk ég svar um sendingarkostnað til Danmerkur rétt í þessu. Hann er með fyrirtæki utan Ebay þar er hægt að fá pottinn á 70,90 EUR + 13,90 EUR í sendingarkostnað. Það þýðir rétt undir 14 þús. til mín komið sem er einkar hagstætt að mínu mati.
Er hitari í þessum, eða er þetta bara pottur?
Þetta er bara pottur. Enginn hitari
Ég hef séð nokkra nota þetta á hinum og þessum spjöllum, og alls ekki galið.
Ertu nokkuð með hlekkina til staðar. Mig langar að komast að því hvernig þeir búa til götin. Ég er nefnilega hræddur að það sé mjög erfitt að bora með venjulegum bor vegna 0.4 mm veggþykktarinnar. Erfitt er að nota "puncher" vegna innri og ytra veggjar. Eruð þið með einhverjar lausnir?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Einangraðir súpupottar

Post by hrafnkell »

Ég man ekki hvar ég sá þetta (eða svipaða potta). Ég myndi ég gata pottinn með þrepabor.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Einangraðir súpupottar

Post by sigurdur »

hrafnkell wrote:Ég man ekki hvar ég sá þetta (eða svipaða potta). Ég myndi ég gata pottinn með þrepabor.
Það getur verið erfitt að nota þrepabor ef þú vilt sömu gatastærð í báða málmana (potturinn er tvöfaldur með lofteinangrun). Nema auðvitað ef þú getur borað frá báðum hliðum.
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Einangraðir súpupottar

Post by Maggi »

Ég geri ráð fyrir að hægt sé að bora frá báðum hliðum. Potturinn er 400-500 mm að innanmáli og því auðveldlega hægt að koma handborvél þar fyrir.
potturinn er tvöfaldur með lofteinangrun
Potturinn er einangraður með "poly foam"

Ég hef notað þrepabor áður til að bora plast og mjúkt stál en aldrei ryðfrítt og hvað þá 0.4 mm. Ég hef það á tilfinningunni að mjög erfitt sé að bora 0.4 mm þykkt ryðfrítt stál með þrepabor án þess að "rífa" stálið upp. Ég hef þó ekki prófað það og get því ekki fullyrt það.

Hvað með ykkur. Ég geri ráð fyrir að þið hafið margsinnið borað í ryðfría potta með mismunandi aðferðum. Hvernig hefur það gengið með þrepabor og hver er þykktin sem þið hafið borað í gegnum?
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Einangraðir súpupottar

Post by kristfin »

það er ekkert mál að bora þetta með þrepabor. ég hef borað allt upp í 2mm með þrepabor. ekki málið.
ytra gatið þarf væntanlega að vera víðara til að koma hersluró að innra bilinu.
ég mæli alls ekki með því að tiksjóða þetta. ef þig langar að sjóða, þá er málið að silfurkveikja. gæti samt trúað því að einangrunin verði með leiðindi ef það er farið að hita þetta mikið.

síðan er nátturlega alltaf hægt að nota plast.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Einangraðir súpupottar

Post by hrafnkell »

Ég hef alltaf borað potta og svona með þrepabor. Tími enganvegin að kaupa mér punch :)
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Einangraðir súpupottar

Post by Maggi »

Gott að heyra að þið eigið létt með að bora pottana með þrepabor. Ég hef einhvern veginn alltaf gert ráð fyrir því að það væri leiðindavesen.
Tími enganvegin að kaupa mér punch :)
Skil það vel. Alltof dýrt og eingöngu ein stærð fyrir hvert stykki.
síðan er nátturlega alltaf hægt að nota plast.
Rétt er það. Notast við plastið eins og er, sjá hér
http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=1801" onclick="window.open(this.href);return false;
Á einhverjum tímapunkti ætla ég þó að skipta yfir í ryðfrítt.

Mig vantar enn HLT fyrir kerfið mitt. Hafði hugsað mér að kaupa svona einangraðan pott en er hættur við. Fór að hugsa þetta aðeins betur og held að gallarnir séu fleiri við svona potta heldur en venjulega eldhúspotta.

Kostir:
1) Einangrun

Gallar:
1) Þarf að bora báðum megin
2) Ytra gatið þarf að vera stærra en innra gatið (til að koma ró fyrir)
3) Erfitt að sjóða eða kveikja vegna poly foam efnisins sem er notað í einangrunina
4) Erfiðara að þrífa pottana þar sem einangrunin er orðin berskjölduð eftir að maður er búinn að bora ytra gatið. Ef það lekur einnig óvart þá lekur inn í einagrunina og bakteríu myndun getur hafist. Hægt væri þó að koma í veg fyrir þetta með að loka ytra gatinu en það kallar bara á meiri vinnu.

Reyndar er sami aðili á ebay með venjulega eldhúspotta. Gefur ekki upp "buy it now" verð en 70 L pottur er að fara á ca. 75 evrur í uppboðunum.
http://www.ebay.de/itm/Topf-Edelstahlto ... 3004880433
Post Reply