Gott að heyra að þið eigið létt með að bora pottana með þrepabor. Ég hef einhvern veginn alltaf gert ráð fyrir því að það væri leiðindavesen.
Tími enganvegin að kaupa mér punch

Skil það vel. Alltof dýrt og eingöngu ein stærð fyrir hvert stykki.
síðan er nátturlega alltaf hægt að nota plast.
Rétt er það. Notast við plastið eins og er, sjá hér
http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=1801" onclick="window.open(this.href);return false;
Á einhverjum tímapunkti ætla ég þó að skipta yfir í ryðfrítt.
Mig vantar enn HLT fyrir kerfið mitt. Hafði hugsað mér að kaupa svona einangraðan pott en er hættur við. Fór að hugsa þetta aðeins betur og held að gallarnir séu fleiri við svona potta heldur en venjulega eldhúspotta.
Kostir:
1) Einangrun
Gallar:
1) Þarf að bora báðum megin
2) Ytra gatið þarf að vera stærra en innra gatið (til að koma ró fyrir)
3) Erfitt að sjóða eða kveikja vegna poly foam efnisins sem er notað í einangrunina
4) Erfiðara að þrífa pottana þar sem einangrunin er orðin berskjölduð eftir að maður er búinn að bora ytra gatið. Ef það lekur einnig óvart þá lekur inn í einagrunina og bakteríu myndun getur hafist. Hægt væri þó að koma í veg fyrir þetta með að loka ytra gatinu en það kallar bara á meiri vinnu.
Reyndar er sami aðili á ebay með venjulega eldhúspotta. Gefur ekki upp "buy it now" verð en 70 L pottur er að fara á ca. 75 evrur í uppboðunum.
http://www.ebay.de/itm/Topf-Edelstahlto ... 3004880433