Eyvindur wrote:Bara smá ábending: Mjöður er ekki bjór. Mjöður er gerjað hunangsvatn. Bara svo það sé á hreinu

Það er rétt að í dag köllum við gerjað hunangsvatn mjöð, en ég las reyndar einhversstaðar að á víkingatímum hafi menn notað orðið mjöð yfir marga áfenga drykki og þar með bjór/öl. Byggbjór sem menn brugguðu á þá var oft kallaður mjöður.
"Þór kvað:
Segðu mér það Alvís,
öll of rök fira
vörumk, dvergr, að vitir,
hve það öl heitir, er drekka alda synir,
heimi hverjum í?"
"Alvíss kvað:
Öl heitir með mönnum, en með ásum bjórr,
kalla veig vanir,
hreinalög jötnar, en í helju mjöð,
kalla sumbl Suttungs synir."
Alvís mál - Eddukvæði
