Sælir, ég hafði lengi spáð í að krydda bjór með ætikvannarfræum þangað til ég sá Stinningskalda. Mér finnst það koma svo vel út í þeim bjór að mig langar að prófa þetta sjálfur. Ég er búinn að þurrka fræin og er að leggja í Pale ale sem mig langaði að krydda aðeins með þessu. Ég hef ekki grænan grun um hversu mikið ég á að nota og hvenær í suðuna ég bæti þessu út í. Er einhver búinn að prófa þetta hér? Kv. Snorri Pet
Ég hef ekki prófað þetta, en ég hef smá reynslu af því að nota krydd í bjóra og veit að það borgar sig að fara varlega. Ef ég væri að nota eitthvað svona sem ég hefði aldrei notað áður myndi ég ekki taka sénsinn á því að setja það í suðuna. Ég myndi frekar setja smávegis í secondary og smakka mig svo áfram þar til bragðið væri orðið nógu sterkt. Það er alltaf hægt að bæta við, en þú lagar þetta ekki ef þú setur allt of mikið (tíminn gæti að vísu lagað það). Ég myndi annað hvort setja fræin bara beint út í secondary, eða prófa að búa til te úr fræjunum og hella út í. Þannig geturðu haft meiri stjórn á því hversu mikið bragð þú færð.
Vona að þetta hjálpi eitthvað.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Takk fyrir þetta strákar. Ég hlakka til að heyra hvað kemur út úr þessu hjá ykkur. Eftir að hafa sett þetta í heitt vatn og fengið mjög svo óljósa tilfinningu hvað er hæfilegt ákvað ég að skjóta á það, og það út í 100 lítra. Nú er bara að bíða og sjá. Ég ætti að vitta eitthvað eftir 3 vikur eða svo. Kv. Snorri Pet