36 lítra álpottur í Europris

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

36 lítra álpottur í Europris

Post by bergrisi »

Sá að Europris eru með 36 lítra álpotta á rúman 10 þús kall.

Hefur einhver reynslu af svona stórum álpottum?
Hvernig er að setja krana á svona pott?
Er þetta eitthvað til að hlaupa eftir?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: 36 lítra álpottur í Europris

Post by kristfin »

hef ekki séð þessa potta, en það á ekki aðvera neitt mál að setja krana á álpott. notar bara gegnumtaksnipla og pakkningar.

sumir hafa sett fyrir sig að álið oxast og það geti skilað sér í bjórinn, en mér vitanlega hefur aldrei verið sýnt fram á að það sé vandamál
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: 36 lítra álpottur í Europris

Post by Eyvindur »

Þetta með oxunina er þjóðsaga. Það eina sem þarf að passa er að præma pottinn með því að sjóða vatn í smá tíma áður en nokkuð annað er soðið í honum. Eftir það eru álpottar víst stórgóðir, og ekkert til að forðast.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: 36 lítra álpottur í Europris

Post by hrafnkell »

Ágætis verð líka, og passleg stærð fyrir single biab batches.
Post Reply