Ég fjárfesti nýlega í 72L stálpotti með hitaelementi (4500W). Fyrsta bruggun verður einföld 25L uppskrift og er ég að fikta mig áfram með BeerSmith 2.0. Ég bjó til prófíl útfrá 70L BIAB profile þar og var að velta fyrir mér hvort ég sé nokkuð að gera eitthvað stórkostlegt vitlaust. Læt prófílinn fylgja hérna með sem viðhengi.
Attachments
Gerandi Bruggfélag
Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red) Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
Specific heat fyrir stál er 0.12, þú ert með það stillt á 0.3 sem er fyrir plast meskiker. Þetta skekkir hitatstig við innmeskingu geri ég ráð fyrir.
Síðan ertu með loss to trub and chiller 6,2 lítra og síðan 2-3 lítra í fermentation loss. Ég amk tapa ekki svona miklu í trub (oft 1-2 lítrar) og fermentation loss er ekkert hjá mér (ég missi sjaldnast neitt uppúr fötunni eða í gegnum slöngu, þó það hafi komið fyrir). Annars sé ég ekkert að þessu. Ertu með hitastillanlegt 4500w viðnám? Ég sýð nefnilega mun meira en 12% af á tímann með 2x2200w. Var þetta mæld afsuða?
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Þetta er ekki mæld afsuða því ég hef ekki notað pottinn ennþá - notaði bara grunn profile fyrir biab í forritinu. Ég gerði breytingar miðað við athugasemdir þínar og þetta lítur svona út núna. Heldur þú að þetta sé nærri lagi? ein spurning, þarf ég að gera einhverjar breytingar á equipment profile ef ég er bara að sjóða 25L í pottinum?
Attachments
Gerandi Bruggfélag
Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red) Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
Ef þú vildir vera alveg viss á afsuðunni gætirðu sett vatn í pottinn og skoðað hvað hann sýður af á klukkutíma, það er bæði holl og góð æfing og skemmir ekki fyrir.
Afsuðan er mjög tengd flatarmálinu yfirborðs vökvans sem er að sjóða, þannig að þú sýður (í lítrum talið) nánast það sama af með sama elementi óháð því hvað er mikið í pottinum. Segjum að afsuðan hjá þér séu 5 lítrar á klukkutíma (sem er bara gisk), þá fyrir 25 lítra þá mundi það vera 20% boiloff, en ef þú værir með 75 lítra í pottinum mundirðu sennilega halda áfram að sjóða um 5 lítra af á klukkutíma. Þá væri boiloffið um 7%. Þannig að ef þú kemst að því hvað þú sýður af í lítrum talið á klukkutíma ættirðu að hafa nokkuð góða hugmynd um hversu mikið þú sýður almennt af. Hafa ber í huga að fleiri þættir en flatarmálið hafa áhrif á boiloffið, hitastig og rakastig í loftinu hafa töluverð áhrif líka.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.