Bjórkit frá europris

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
HJallifrid
Villigerill
Posts: 8
Joined: 10. Sep 2011 11:07

Bjórkit frá europris

Post by HJallifrid »

Heilir og sælir

Mig langaði til að spyrja ykkur mun fróðari menn og konur um þetta bjórkit frá europris.

Ég er búinn að blanda þetta og það bublar.

Ég er búinn að vera lesa mig til um bjórbruggun í nokkurn tíma og tókst loksins í gær að mana mig uppí að prófa þetta.

Seg mér eru þessi bjórkit eitthvað sem er þess virði að bíða eftir? eða á maður að hella þessu strax og fara í það að gera þetta frá grunni?

Spyr sá sem ekkert vit hefur á þessu.

og annað.

Má ekki bara skella þessu í hálfslíters kók flöskur úr plasti? eða mæla menn kannski ekki með því.

kv
Hjálmar
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Bjórkit frá europris

Post by helgibelgi »

Sæll

Ég veit ekkert um þessi europris kit en fyrsta bruggreynsla mín var með coopers kit frá ámunni. Ég gerði tvö svoleiðis (gerjaði í viku eða rétt rúmlega og setti síðan á plastflöskur, það er fína lagi, bara muna að geyma þetta í myrkri burt frá sólarljósi) og svo fór ég út í All grain bruggun og munurinn er svakalegur :P

Ef ég væri þú myndi ég byrja á All grain sem fyrst :beer:
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bjórkit frá europris

Post by sigurdur »

Sæll Hjálmar og velkominn á spjallið.
Mundu að kynna þig á kynningarkorkinum.

Það er frábært hjá þér að þú hafir tekið fyrsta skrefið í átt að bjórbruggun, þetta er alveg stórskemmtilegt hobby.

Ég man ekki hvaða "kit" þeir eru með í Europris, en ég er viss um að þú fáir ágætis bjór úr þessu.
Þessi bjórkit eru ágæt byrjunarskref, og sumir vilja meina að þau séu ekkert síðri (þó að margir séu ósammála því).

Þú getur notað hálfslítra gosflöskur til að setja bjórinn á, en mundu bara að hreinsa þær vel og sótthreinsa þær svo. Ég mæli með að þú byrjir að safna glerflöskum til að tappa bjórinn á.

Gangi þér vel, og mundu að láta vita hvernig bjórinn kemur út!!! :)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bjórkit frá europris

Post by bergrisi »

Maður hellir aldrei. Ég gerði dósabjór og var hann ekki góður. Ég lagði hann til hliðar í rúma tvo mánuði og þá var hann mun betri. Með hjálp góðra félaga þá kláruðum við hann.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
HJallifrid
Villigerill
Posts: 8
Joined: 10. Sep 2011 11:07

Re: Bjórkit frá europris

Post by HJallifrid »

Jæja

Það hætti að bubla í gær. Búð að vera að bubla frá því á laugardaginn.

Ég sett áðan á nokkrar flöskur ( átti ekki margar ).

Mér fannst þetta nú frekar mikið skýjað ,, er það ekki bara eðlilegt.?

Svo var ég nú að reyna að mæla á þessu alcaholmagnið, Var með svona mæli fékk ekkert út úr því en allavegna að þá var þetta á línunni að bjórinn væri tilbúinn.

Hvað gerist ef hann er ekki alveg tilbúinn fyrir flöskun?

spyr sá sem þarf bara að spyrja....
kv
Hjálmar
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Bjórkit frá europris

Post by atax1c »

Ef að bjórinn var ekki alveg búinn að gerjast þá gætirðu lent í flöskusprengjum :vindill:
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Bjórkit frá europris

Post by Gvarimoto »

Það er engin lína sem segir þér að bjórinn séi klár, heldur þarftu að mæla OG, SG, FG (Original Gravity, Second Gravity, Final Gravity) SG og FG mæliru með minnst 3 daga millibili og ef talan er sú sama bæði skiptin er bjórinn ekki lengur að gerjast. (þ.a.l safe to bottle)

Hann er oftast alltaf skýjaður eftir svona stutta gerjun, ég var að setja á flöskur í gær bjór sem var búinn að liggja í fötunni í 28 daga, og ég fékk hreint áfall þegar ég sá hvað bjórinn var tær úr fötunni. (sá alveg í gegnum hann)

Maður var búinn að lesa það oft, að maður eigi að láta þetta eiga sig í 3-4 vikur en ég hafði aldrei þolinmæði í það fyrr en nú.
Mæli með því :)


P.S Mæli með að þú búir til bjórdagbók í tölvunni, og skrifir niður allar aðferðir við hverja bruggun og allar upplýsingar um gerjunartíma, hitastig og svo að lokum hvernig hann bragðast, eftir 3-4 mánuði áttu eftir að taka eftir rosalegum breytingum á aðferðum og bragði :)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
HJallifrid
Villigerill
Posts: 8
Joined: 10. Sep 2011 11:07

Re: Bjórkit frá europris

Post by HJallifrid »

Þakka kærlega fyrir góðar skýringar..

Setti á glerflöskur fyrir 3 dögum síðan ( mjög tær lögn )
Opnaði eina flösku áðan bara svona til að smakka þetta og ekki vottur á smá kolsýru.,

Hvað tekur annars langan tíma að ná upp kolsýru,?, ég setti 1 tsk í hverja flösku s.s 500ml

Er soldið hræddur um að tapparnir ( skrúftappar ) séu ekki nógu þettir.

kv
Hjálmar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bjórkit frá europris

Post by sigurdur »

Það tekur yfirleitt 2-3 vikur fyrir bjórinn að ná upp fullri kolsýru.
Eftir 1 viku ætti að vera vottur fyrir kolsýru, en ekki búast við mikilli kolsýru við 3 daga.
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Bjórkit frá europris

Post by Gvarimoto »

1tsk ætti að vera of mikið fyrir 500ml meiraðsegja, það er mælt með hálfri teskeið á 500ml (hef farið eftir því sjálfur og það hefur alltaf komið út perfect)

Einn félagi minn notar alltaf 1-1.5tsk fyrir 1L flöskur :S
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bjórkit frá europris

Post by sigurdur »

Ég mæli með að setja ekki í hverja flösku fyrir sig heldur að útbúa sykurlög í átöppunarfötu og fleyta svo bjórnum yfir á löginn. Þá ættir þú að fá sem jafnasta kolsýrumagn í allar flöskurnar.

Til að reikna út hversu mikinn sykur skal nota, þá getur þú notað þessa reiknivél.
HJallifrid
Villigerill
Posts: 8
Joined: 10. Sep 2011 11:07

Re: Bjórkit frá europris

Post by HJallifrid »

Þakka fyrir upplýsingarnar.

Ég setti 1 tsk í 500 ml. , sem ég veit núna er of mikið.

En spurningin er þá þessi.

Með því að setja of mikinn sykur að þá hvað??

ónýtt ?

Þarf maður að koma þessum flöskum fyrir í loftvarnarbyrgi ?

kv
Hjálmar
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Bjórkit frá europris

Post by bjarkith »

Passa sig að minnsta kosti þegar þú opnar þá, opna þá yfir vaski því þeir geta farið að gjósa, og ekki geyma þá ofan á bókaskápnum, þá held ég að þú sért góður.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Bjórkit frá europris

Post by Gvarimoto »

Þetta er ekkert ónýtt verður sennilega bara vel carbed.

Settu bara poka yfir flöskurnar svo að "EF" ein flaska t.d springur þá ertu ekki að fá þetta út um allt.

Getur opnað 1 flösku eftir viku og séð hvernig carbið er, þegar það er orðið alveg flott þá geturu hent þessu í kæli til að koma í veg fyrir að þær springi.
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
HJallifrid
Villigerill
Posts: 8
Joined: 10. Sep 2011 11:07

Re: Bjórkit frá europris

Post by HJallifrid »

Sælir félagar.

Bara svona til að leggja inn upplýsingar.

Bjórinn er allavegana áfengur ,, búinn að komast af því..

Það sem ég setti fyrst á flöskur ( 7 stk líters) sólarhring eftir að bublið hætti, náði upp góðu gosi eftir ca 2 vikur og þá með 1 tsk strásykur..

Setti svo á hálfslíters flöskur ,viku eftir gerstop ( 1 tsk strásykur per flaska ) og það virðist eitthvað vera að gerast. eftir akkurat viku..

Og svo er maður byrjaður að spá í næstu.....

hvað með að gera næstu lögn svipað , nema að setja smá maltöl í stað ca 1 lítra af vatni?

þar eru humlar og sykur..??


kv
Hjálmar :skal:
Post Reply