Ég ákvað að henda þessu inn til að monta mig smá, og líka smá til að sýna mönnum hvað er hægt að gera í von um að aðrir sjái hvað kegerator er mikil snilld

Ég keypti ísskápinn og turninn með krönunum af Stulla, en þá voru engin handföng. Ég fékk rennd fyrir mig handföng úr POM og svo bætti ég við digital hitastýringunni sem sést á annarri myndinni undir vinstra faucetinu. Síðan smíðaði ég drip tray úr rústfríu og smellti á toppinn. Hugsanlega græja ég eitthvað ofaná skápinn þannig að drip trayið verði innfellt í toppinn, hver veit hvað ég verð duglegur.
Skál
