Veisla í nýjum bjórum í Ríkinu

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Veisla í nýjum bjórum í Ríkinu

Post by gunnarolis »

Fór í Kringluna í dag og sá þar mætta 4 nýja bjóra sem vert er að gefa gaum.

Þetta eru :

Mikkeller Gypsy Juice
Mikkeller Koppi
Mikkeller USAlive
Mikkeller Monks Elixir
og svo þessi hér (Hann er reyndar bara kominn inn á vinbud.is en hlýtur að fara að koma í hillur)
La Trappe Quad Barrel aged

Allt eru þetta bjórar sem eru að fá mjög góða dóma og vel þess virði að smakka, hugsanlega deila með öðrum ef verðið stingur menn í augu
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Veisla í nýjum bjórum í Ríkinu

Post by gunnarolis »

Þetta átti að sjálfsögðu að fara í almenn umræða..
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Veisla í nýjum bjórum í Ríkinu

Post by sigurdur »

Það voru fleiri spennandi bjórar sem ég sá, t.d. Fuller's Past Masters sem er snilld.
Þið þurfið að fara í stóru búðirnar og kíkja ;)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Veisla í nýjum bjórum í Ríkinu

Post by hrafnkell »

Ég fór í ríkið í gær:
Image

Ekki ódýr ferð en ég er pínu spenntur að smakka þetta gotterí. Isid'or trappist, er það það þessi sem þú varst að tala um Gunnar?
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Veisla í nýjum bjórum í Ríkinu

Post by Feðgar »

Já maður þarf greinilega að fara að koma við í ríkinu fljótlega, og nokkuð ljóst að það er allt of langt síðan maður hefur "þurft" að fara í ríkið hehe :)

Ég smakkaði þennann Trappist Dubbel um daginn og verð að segja að ég varð fyrir smá vonbrigðum.
Sem 7% bjór þá átti ég von á einhverju svipuðu og Leffa Blonde en Leffe er mun betri að mínu mati.
Leffe Blonde er minni bjór en þessi en einhvernvegin bara betur ballansaður IMO
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Veisla í nýjum bjórum í Ríkinu

Post by gunnarolis »

Þetta er náttúrulega dubbel, ekki blond. Erfitt að langa í banana og kaupa epli og búast við bananabragði.

Hrafnkell skv vinbud.is sé ég núna að Isid'or er líka að koma.
Þá eru þetta 2 bjórar nýjir frá La Trappe, annarsvegar Isid'or sem þú ert með sem er 125 ára afmælisbjór brugghússins og síðan ætti að koma 330ml korkuð flaska með Oak aged Quadruppel...en hann er ekki kominn í neina búð ennþá.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Veisla í nýjum bjórum í Ríkinu

Post by anton »

Ég er La Trappe fan. Núna iða ég í sætinu!
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Veisla í nýjum bjórum í Ríkinu

Post by Feðgar »

gunnarolis wrote:Þetta er náttúrulega dubbel, ekki blond. Erfitt að langa í banana og kaupa epli og búast við bananabragði.
.
Já þú meinar, maður þarf að fara að pæla meira í þessum Belgísku bjórum, veit ekki neitt.

Er með Tripel og Quad í kæli, spurning hvort þeir hitti í mark hjá manni.

Live And Learn, Skál :beer:
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Veisla í nýjum bjórum í Ríkinu

Post by anton »

Feðgar wrote:
gunnarolis wrote:Þetta er náttúrulega dubbel, ekki blond. Erfitt að langa í banana og kaupa epli og búast við bananabragði.
.
Já þú meinar, maður þarf að fara að pæla meira í þessum Belgísku bjórum, veit ekki neitt.

Er með Tripel og Quad í kæli, spurning hvort þeir hitti í mark hjá manni.

Live And Learn, Skál :beer:
Tripel er ljós, en samt ekki
Quad er dökkur, en samt ekki

Passa að drekka þá alls ekki of kalda. Það skiptir miklu máli.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Veisla í nýjum bjórum í Ríkinu

Post by halldor »

anton wrote:
Feðgar wrote:
gunnarolis wrote:Þetta er náttúrulega dubbel, ekki blond. Erfitt að langa í banana og kaupa epli og búast við bananabragði.
.
Já þú meinar, maður þarf að fara að pæla meira í þessum Belgísku bjórum, veit ekki neitt.

Er með Tripel og Quad í kæli, spurning hvort þeir hitti í mark hjá manni.

Live And Learn, Skál :beer:
Tripel er ljós, en samt ekki
Quad er dökkur, en samt ekki

Passa að drekka þá alls ekki of kalda. Það skiptir miklu máli.
Tripelinn má nú samt alveg vera smá kaldur
Plimmó Brugghús
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Veisla í nýjum bjórum í Ríkinu

Post by atax1c »

La Trappe Bockbier er rosalega góður, var með hann eftir jólamatinn í fyrra. :)
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Veisla í nýjum bjórum í Ríkinu

Post by gunnarolis »

La Trappe Bockbier er rosalega góður, var með hann í jólamatinn í fyrra. :skal:
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Veisla í nýjum bjórum í Ríkinu

Post by anton »

gunnarolis wrote:La Trappe Bockbier er rosalega góður, var með hann í jólamatinn í fyrra. :skal:
Nú veit ég veit hvað mig langar í jólamatinn. Þetta einfaldar líka töluvert eldamenskuna!
User avatar
haukur_heidar
Villigerill
Posts: 25
Joined: 11. Feb 2011 19:11
Contact:

Re: Veisla í nýjum bjórum í Ríkinu

Post by haukur_heidar »

Coffee IPA fékk til skamms tíma í sumar á Kaffibarnum, ég er búinn að þamba hann eins og vatn. Frábær bjór
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: Veisla í nýjum bjórum í Ríkinu

Post by AndriTK »

Ætlaði bara að láta vita að Mikkeller Green Gold IPA á að koma í reynslusölu 1.desember, hinsvegar frétti ég af því að hann er kominn nú þegar í hillur í kringlunni :) Hrikalega öflugur IPA

Ratebeer 99 : http://www.ratebeer.com/beer/mikkeller- ... old/71097/" onclick="window.open(this.href);return false;

http://bjorbok.net/MikkellersGreenGold.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Veisla í nýjum bjórum í Ríkinu

Post by gunnarolis »

Drakk hann á Vínbarnum í vikunni, mjög öflugur IPA. Simcoe í aðalhlutverki, beiskjan aggresíf.

Ég ætla samt að benda á að þetta með að bjórinn sé með 99 á ratebeer er svolítið villandi (ekki það að hann eigi það ekki skilið) mig langar bara að útskýra einkunnagjöfina á ratebeer.

Eins og staðan er þegar þetta er skrifað er Green Gold með 99 og 99 og 3.84 í meðaleinkunn.

Skorið í bláa rammanum segir til um hversu vel bjórinn stendur sig miðað við alla aðra bjóra á síðunni, hann er semsagt með hærri einkunn en 99% af hinum bjórunum sem eru á síðunni (á adjusted percentile basis).
Skorið í græna rammanum segir til um hversu vel bjórinn stendur sig miðað við aðra bjóra í hans flokki (IPA í þessu tilfelli), þannig að hann er betri en 99% af hinum IPA bjórunum á síðunni (aftur á adjusted percentile basis).
Meðan að þetta eru ágætis upplýsingar, þá finnst mér í raun að meðaleinkunn notenda á síðunni gefi hinsvegar betri hugmynd um bjórinn heldur en akkúrat þessar tölur, þó að auðvitað sé þetta best saman.

Meira um einkunnagjöf Ratebeer hér.

[edit] Typo.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: Veisla í nýjum bjórum í Ríkinu

Post by AndriTK »

takk fyrir þessar upplýsingar. Ég var einmitt frekar óviss hvað þessar tölur þíða. Ratebeer mun öflugara tól þegar maður actually veit hvað þessar tölur seigja ;) - Er einmitt með Green Gold í glasi núna, og elska hann. Í honum eru Simcoe, Cascade og Amarillo humlar
Post Reply