Drakk hann á Vínbarnum í vikunni, mjög öflugur IPA. Simcoe í aðalhlutverki, beiskjan aggresíf.
Ég ætla samt að benda á að þetta með að bjórinn sé með 99 á ratebeer er svolítið villandi (ekki það að hann eigi það ekki skilið) mig langar bara að útskýra einkunnagjöfina á ratebeer.
Eins og staðan er þegar þetta er skrifað er Green Gold með 99 og 99 og 3.84 í meðaleinkunn.
Skorið í bláa rammanum segir til um hversu vel bjórinn stendur sig miðað við alla aðra bjóra á síðunni, hann er semsagt með hærri einkunn en 99% af hinum bjórunum sem eru á síðunni (á adjusted percentile basis).
Skorið í græna rammanum segir til um hversu vel bjórinn stendur sig miðað við aðra bjóra í hans flokki (IPA í þessu tilfelli), þannig að hann er betri en 99% af hinum IPA bjórunum á síðunni (aftur á adjusted percentile basis).
Meðan að þetta eru ágætis upplýsingar, þá finnst mér í raun að meðaleinkunn notenda á síðunni gefi hinsvegar betri hugmynd um bjórinn heldur en akkúrat þessar tölur, þó að auðvitað sé þetta best saman.
Meira um einkunnagjöf Ratebeer
hér.
[edit] Typo.