Er að hugsa um að skella mér í all-grain bráðlega(júlí-ágúst) og var bara að velta því fyrir mér hvað þið grjónabruggarar telduð að meskjunarílátið þurfti að vera stórt fyrir 20L laganir?
Það fer nú allt eftir því hvernig bjóra þú ætlar að leggja í (þeas hversu þéttir). Það er samt í rauninni auðveldast að verða sér útum 30-40L kælibox, og þá getur maður lagt í meira og minna hvað sem er. Það myndi örrugglega sleppa að vera með 20L kælibox, en ég mæli helst með 30-40L. Meira er jú, MEIRA
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
Klukkan hvað ertu að mæta í góða hirðinn? Fann fullt þarna fyrir nokkrum árum, svo hef ég verið að mæta reglulega núna uppá síðkastið og finn aldrei neitt nema slæmar '80 vínil plötur, túbuskjái og hnífa í allar +15 ára gamlar matarvinnsluvélar....
Hrikalegt úrval þarna núna eftir kreppu, fólk er ekkert að henda dóti jafnmikið og það gerði.
Ég hef reyndar bara farið þarna einu sinni og ætlað að kaupa eitthvað í búið en það var ekkert af viti þarna.
Félagi minn sagði að maður þarf bara að vita hvenær þeir fá sendingar og mæta akkúrat á þeim degi snemma
Í gerjun : Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)