Stærð meskjunaríláts

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Stærð meskjunaríláts

Post by andrimar »

Er að hugsa um að skella mér í all-grain bráðlega(júlí-ágúst) og var bara að velta því fyrir mér hvað þið grjónabruggarar telduð að meskjunarílátið þurfti að vera stórt fyrir 20L laganir?
Kv,
Andri Mar
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Stærð meskjunaríláts

Post by Stulli »

Það fer nú allt eftir því hvernig bjóra þú ætlar að leggja í (þeas hversu þéttir). Það er samt í rauninni auðveldast að verða sér útum 30-40L kælibox, og þá getur maður lagt í meira og minna hvað sem er. Það myndi örrugglega sleppa að vera með 20L kælibox, en ég mæli helst með 30-40L. Meira er jú, MEIRA :skal:
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Stærð meskjunaríláts

Post by andrimar »

Einmitt það sem mér datt í hug, er með augastað á einu 45 lítra sem er með tilbúnu gati, gallinn er bara að það kostar 17þús.
Kv,
Andri Mar
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Stærð meskjunaríláts

Post by ulfar »

Ég fékk ca 30 ltr í góða hirðinum fyrir 1500 kr. Það er alveg nógu stórt fyrir mig, hef sett í það allt að 8,5 kg af korni.
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Stærð meskjunaríláts

Post by andrimar »

Klukkan hvað ertu að mæta í góða hirðinn? Fann fullt þarna fyrir nokkrum árum, svo hef ég verið að mæta reglulega núna uppá síðkastið og finn aldrei neitt nema slæmar '80 vínil plötur, túbuskjái og hnífa í allar +15 ára gamlar matarvinnsluvélar....
Kv,
Andri Mar
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Stærð meskjunaríláts

Post by Andri »

Hrikalegt úrval þarna núna eftir kreppu, fólk er ekkert að henda dóti jafnmikið og það gerði.
Ég hef reyndar bara farið þarna einu sinni og ætlað að kaupa eitthvað í búið en það var ekkert af viti þarna.
Félagi minn sagði að maður þarf bara að vita hvenær þeir fá sendingar og mæta akkúrat á þeim degi snemma
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Stærð meskjunaríláts

Post by Oli »

Ég er með kælibox frá húsasmiðjunni, 35 lítrar, kostar 3500.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Stærð meskjunaríláts

Post by andrimar »

Ok, frábært. Kemur það tilbúið með affalli eða þarf maður að bora fyrir því sjálfur?
Kv,
Andri Mar
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Stærð meskjunaríláts

Post by Oli »

þarft að bora fyrir því sjálfur
ég nota svo stálfléttuslöngu sem síu, tengd við krana. En það á að vísu eftir að koma í ljós hversu vel þetta virkar. ;)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Post Reply