Frost

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Frost

Post by viddi »

Var að fá mér ísskáp og ætlaði að kaldfella bjór sem var búinn að gerjast. Ekki kominn með fínu hitastýringuna frá Hrafnkeli en hafði mælt ísskápinn í nokkra daga sem sýndi alltaf um og yfir 0°. Nú brá svo við þegar ég kíkti á herlegheitin áðan að það var stærðar frostklumpur í aftan í ílátinu. Algert klúður!!!

Þá er spurningin - er bjórinn ónýtur?
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Frost

Post by Feðgar »

Nei bjórinn er ekki ónýtur.

Haltu þínu striki.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Frost

Post by sigurdur »

Það voru mjög svipuð mistök sem enduðu í nýrri tegund af bjór einu sinni .... Eisbock bjórnum ;)

Prófaðu að súpa aðeins vökvann í miðjunni ... ég mana þig :beer:
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Frost

Post by viddi »

Haha - takk fyrir svörin. Er reyndar með bruggaðstöðu annars staðar en heima svo ég kemst ekki í þessa "mönun" núna. Ferlega skrýtið hvernig fraus samt - klumpur aftast í ílátinu, töluvert stór en hurðarmegin í ísskápnum leit þetta bara vel út.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Frost

Post by atax1c »

Það er líklegast því að kuldinn er mestur á veggnum innst í skápnum.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Frost

Post by Bjössi »

hef lennt í þessu líka
en var ekki vandamál
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Frost

Post by anton »

Smá ískapur 101:

Örugglega ekki vitlaust (ef pláss er) að setja einangrunarplastkubbrenning (10-15cm breiðan) á kútinn/fötuna og láta hann snúa að botninum á ískápnum. Þá er búið að einangra kútinn aðseins frá mesta kuldanum.

Ein leið sem er líklega góð er að hafa litla (80mm) viftu inn í ísskápnum í gangi, þegar verið er að kæla mikið magn niður, þetta er jafnvel í dýrum ískápum. Þetta tryggir jafnari kælingu...

Þetta gerist þegar verið er að kæla mikið magn, þá keyrir ísskápurinn á fullu kannski í 12+ tíma því það tekur svolítið power að kæla svona mikið niður úr herbergishita. Það er engin hreifing á loftinu inní ískápnum (að neinu ráði allavega) - hitastigið á kæliplötunni í botni ísskápsins er í einhverjum mínus gráðum. Það myndast kuldapollur aftast, þannig við kútinn/fötuna, þar er frostmark. Það er ekki vandamál við hurðina, þar er hitastigið hærra. Jafnframt er ekki hreyfing á vökvanum inní fötunni, hann því frosnar.

Þetta er ekki vandamál eftir að búið er að kæla fötuna/kútinn. Þá er skápurinn ekki á fullu.

Svipað gerist, t.d. ef ísskápur er sí og endurtekið opnaður, þá geta myndast góðir ísklumpar á kæliplötunni...því hann nær ekki að "afþíða" hana því pressan er nær stanslaust í gangi

Eflaust eru kæliskápar misjafnir. Sumir líklega passa uppá að þetta gerist ekki.

Ef ég fylli "bjórhilluna" hjá mér af bjór, þá er agúrkan komin í hættu....for real! Kaldar flöskur sem eru aftast í skápnum hríma að utan á þeirri hlið sem snír aftur (en frjósa þó ekki)

n.b. sé maður með kút undir þrýsting (Co2) þá er frostmarkið lægra og minni líkur á að þetta gerist
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Frost

Post by Idle »

+1 fyrir Anton.

Ég "cold-crashaði" gjarnan á svölunum hjá mér veturinn 2009-2010, og í eitt skiptið gegnfraus hjá mér blonde bjór. Það var án efa sá tærasti bjór sem ég hef gert, og ekkert athugavert við hann. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Frost

Post by Oli »

Idle wrote:+1 fyrir Anton.

Ég "cold-crashaði" gjarnan á svölunum hjá mér veturinn 2009-2010, og í eitt skiptið gegnfraus hjá mér blonde bjór. Það var án efa sá tærasti bjór sem ég hef gert, og ekkert athugavert við hann. :)
sama hérna, bjórinn var fínn.

sjá frásögn John Palmer hér
http://www.howtobrew.com/section1/chapter10-6.html" onclick="window.open(this.href);return false;
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Frost

Post by viddi »

Takk allir fyrir skýr og skelegg svör. Tappaði í kvöld og allt lofar góðu.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
Post Reply