Frekar en að hræra í gamla þræðinum ákvað ég að búa til nýjan.
Kútapartý fágunar fer fram á Miklatúni/Klambratúni 20. Ágúst klukkan 15:00-18:00. Með þessu móti geta menn kíkt, smakkað á veigum og skottast svo niður í bæ án þess að missa af stæstu dagskrárliðum næturinnar.
Boðið verður uppá bjór, bæði af kút og úr flöskum, ásamt Bratwurst pylsum og meðlæti með því. Meðlimir Fágunar fá pylsurnar án endurgjalds, en hinir eru beðnir um að reiða fram frjáls framlög fyrir þær ef þeim sýnist svo. Einnig verður boðið upp á gos og vatn þangað til það verður búið.
Staðsetningin á túninu er við grillin, við munum kveikja upp í grillinu og grilla bratwurst pylsurnar. Mönnum er einnig frjálst að mæta með annað kjöt á grillið. Endilega komið líka með vini, ættingja og nákomna, vinnufélaga, nágranna og tengdamæður.
Hlökkum til að sjá sem flesta,
Kveðja Stjórnin.
p.s endilega svarið þræðinum ef þið ætlið að mæta og peppið aðra til að mæta líka
