Tengingar fyrir kúluloka

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Tengingar fyrir kúluloka

Post by gosi »

Góðan daginn

Var að fjárfesta í 60L tunnu frá Viðarsúlu og búinn
að taka 3 hitaelement úr hraðsuðukötlum. Á bara
eftir að bora fyrir þeim og fyrir kúlulokanum sem
ég ætla að setja á. Hann á að vera 1/2 loki og ég
veit ekki alveg hvað ég á að kaupa til að festa hann
á fötuna.

Ekki vill svo til að þið gætuð bent mér á eitthvað?
Jafnvel sýnt myndir af ykkar.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tengingar fyrir kúluloka

Post by hrafnkell »

Kaupir gegnumtak, t.d. í gesala.is fyrir kúlulokann. Ef þig vantar bor fyrir elementin þá geturðu komið með fötuna til mín og ég borað fyrir þig.
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Tengingar fyrir kúluloka

Post by gosi »

Sjæse! Gegnumtak :?

Bara ég vissi hvað það er :oops:
Ok ég mun tjekka á þessu

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Tengingar fyrir kúluloka

Post by gosi »

Ok fór í dag og keypti allt draslið og hér er afraksturinn

Kúlulokinn 1/2
Image

Tankatengi 1/2
Image

N-Hólkurinn sem fer utan um Tankatenginn
Image

Og hér kemur þetta sett saman
Image

Hér er listinn ef mönnum vantar:
Kúluloki 1/2" fullopinn
Tankatengi 1/2"
N-Hólkur 3/4 x 1/2 kopar

Það eina sem vantar hér er pakkning

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tengingar fyrir kúluloka

Post by hrafnkell »

passaðu að kaupa fiber- eða silikonpakkningu. Ekki gúmmípakkningu, því hún þolir ekki meski- og suðuhitastig.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Tengingar fyrir kúluloka

Post by anton »

Ég notaði enga pakkningu á suðutunnuna mína. Átti ekki og var ekki til þegar ég var að versla. Svipað fittings dæmi. Notaði bara pakkteyp vel á samskeyti og herti vel. Enginn leki í suðu...svo ég nenni ekki að laga það.
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Tengingar fyrir kúluloka

Post by gosi »

Fór í Barka um daginn og spurði mann þar um sílikon pakkningu.
Hann sagði að hann ætti ekkert slíkt en lét mig fá Viton pakkningu
í staðinn. Hann sagði að hún þyldi 200C hita. Ætli það sé í lagi?
Ég prófaði að sjóða hana í hraðsuðukatli og fann enga lykt eða
bragð af vatninu. Hún virtist þola suðu vel.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Tengingar fyrir kúluloka

Post by Squinchy »

Hvar varstu að kaupa þessa hluti og á hvað mikið ?
Kúluloki 1/2" fullopinn
Tankatengi 1/2"
N-Hólkur 3/4 x 1/2 kopar
Og hvað varstu að borga fyrir svona pakkningu?
kv. Jökull
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Tengingar fyrir kúluloka

Post by gosi »

GE Efnissala:
Allt var með 15% staðgreisluafslætti

Kúluloki 1/2 -- 525 kr -- 446 kr með afsl.

Tankatengi 1/2 -- 2.321,5 kr -- 1.718 kr (fékk 26% afsl vegna þess að það vantaði hólk á tengið)

N-Hólkur 3/4 x 1/2 -- 224 kr -- 190 kr með afsl


Svo er það pakkningin. Hún var í Barka. Viton pakkning á 120 kr stk.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Tengingar fyrir kúluloka

Post by sigurdur »

Eina sem þú átt eftir að setja á er úttaks tengið (ég hef notað svona "ribbed" tengi) og slangan frá tunnunni.
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Tengingar fyrir kúluloka

Post by Squinchy »

Eru gengjur inni í tankatenginu ?
kv. Jökull
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Tengingar fyrir kúluloka

Post by gosi »

Eina sem þú átt eftir að setja á er úttaks tengið (ég hef notað svona "ribbed" tengi) og slangan frá tunnunni.
Ég er búinn að redda því. Fékk það í Húsasmiðjunni.
Það er einmitt með ytri skrúfgangi. Þurfti að redda
mér minnkara til að tengja hann á kúlulokann -> 1/2 yfir í 3/8.
Eru gengjur inni í tankatenginu
Nei. Það er bara skrúfgangur að utan.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
Post Reply