Oasis IPA

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
olihelgi
Villigerill
Posts: 34
Joined: 11. May 2009 21:21

Oasis IPA

Post by olihelgi »

Ég lét verða af því og pantaði mér hráefni í næsta bjórinn minn. Þetta verður tilraun númer 2 hjá mér og ég ætla að gera aftur tilraun við að brugga uppáhalds bjórstílinn minn, India Pale Ale.

Kornið
1,5 kg light dry malt extract
0.250 kg Crystal 40L
0.125 kg CaraAmber Weyermann 25L

Humlarnir
60 min 20 gr Chinook
15 min 20 gr Amarillo
5 min 10 gr Amarillo
Þurrhumla 20 gr Amarillo

Gerið
Wyeast - American Ale 1056 XL

Annað
10 gr Irish moss

Þetta ætti að gefa mér 10 lítra af bjór og eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá er þetta extract uppskrift en ég steep-a cara-crystal og cara-amber korninu til að fá lit, bragð og meiri fyllingu.

Ég er ekki alveg búinn að ákveða mig hvað ég ætla að nota mikið af korninu og ég held að ég komi til með að bæta aðeins við humlum. Samkvæmt hopville þá ætti þessi uppskrift að gefa mér um 60 IBU en þar sem að ég er humlahaus þá veit ég ekki hvort að ég stenst freistinguna á að bæta við meiri humlum.

Endilega látið mig vita hvað ykkur finnst um þessa uppskrift.

Óli Helgi.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Oasis IPA

Post by Stulli »

Þetta verður alveg örrugglega ljúffengur IPA.

Persónulega myndi ég bæta Amarillo líka útí virtinn í flameout, þeas ef að maður ætti nóg nóg til af þeim :) Mér finnst það gefa margslungna, fyllri og flókna lykt að humla 5min, 0min og dryhop.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Oasis IPA

Post by Eyvindur »

Lítur vel út. Ameríski IPAinn minn var einmitt í kringum 60 IBU. Mjög ljúffengur, en ég hefði ekkert haft á móti því að hafa meira :) ...

Annars verð ég að vera með tittlingaskít... Er cara-crystal ekki tvítekning? Caramel malt og crystal malt er sitthvort orðið yfir sama hlutinn... Er þetta rugl hjá mér, eða?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Oasis IPA

Post by andrimar »

Er cara-crystal ekki tvítekning? Caramel malt og crystal malt er sitthvort orðið yfir sama hlutinn... Er þetta rugl hjá mér, eða?
Skv minni takmmörkuðu þekkingu er CaraXXX != Caramel. Hins vegar er það rétt að oftast er talað um Caramel og Crystal malt sem það sama.

Edit: Dem, stundum verður maður að hætta í vinnunni. "!=" þýðir "ekki sama og" fyrir þá sem hafa ekki forritað...afsakið
Kv,
Andri Mar
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Oasis IPA

Post by Andri »

Afhverju fæ ég alltaf vatn í munninn þegar ég les yfir uppskriftir af ipa *slef*
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Oasis IPA

Post by Eyvindur »

Cara er stytting á Caramel. Þannig er Carapils caramel útgáfa af pilsner malti, Caramunich af munich malti o.s.frv. Þetta eru allt bara vöruheiti yfir mismunandi gerðir af caramel malti, en caramel og crystal eru samheiti. Ég var bara að velta fyrir mér hvort eitthvað væri til sem heitir cara-crystal, eða hvort að það væri einhver smá ruglingur...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Oasis IPA

Post by Eyvindur »

Til glöggvunar er hér ágætis grein um caramel/caraXXX/crystal malt, og hvað þetta er nú allt saman: http://byo.com/stories/article/indices/ ... araq-malts
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Oasis IPA

Post by andrimar »

Frábær grein. Alltaf fengið þær upplýsingar e-n veginn að CaraXXX væri vörumerki sem ætti ekkert skylt við Caramel og Crystal. Takk fyrir þetta!
Kv,
Andri Mar
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Oasis IPA

Post by Eyvindur »

Það er bæði rétt og rangt... CaraXXX eru vissulega vörumerki, en um leið eru þetta mismunandi afbrigði af caramel/crystal malti. Special B er til dæmis mjög dökkt crystal malt, en það er líka það sama og CaraAroma held ég... Bara mismunandi fyrirtæki.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
olihelgi
Villigerill
Posts: 34
Joined: 11. May 2009 21:21

Re: Oasis IPA

Post by olihelgi »

Takk fyrir svörin.

Stulli, ég kaupi inn 100 gr af Chinook og 100 gr af Amarillo. Þannig að ég hef nóg afgangs og hver veit nema ég bæti töluvert af humlum við uppskriftina.

Varðandi caraXXX og crystal þá var ég ekki viss. Ég hef yfirleitt séð bara crystal 40L en á dönsku síðunni sem ég keypti vörurnar mínar, http://www.brygladen.dk, þá stóð cara-crystal. En þegar ég keypti það upprunalega þá hét það crystal 40L enda var það í USA, http://www.morebeer.com.

Þetta verður spennandi, djöfull er gaman að brugga bjór! :yahoo:
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Oasis IPA

Post by Eyvindur »

Já, ég hef alltaf séð talað um Crystal 40°L í Bandaríkjunum. Þetta er örugglega einhver misskilningur hjá Dananum...

Ekki það að þetta breyti miklu, nema kannski ef einhver ætlar að gera sömu uppskrift og lendir svo í vandræðum með að finna cara-crystal... ;)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: Oasis IPA

Post by Stulli »

Gróflega er þetta svona (en með undantekningum)

Caramel malt - framleitt í BNA
Crystal malt - framleitt í UK
CaraXXX - framleitt í Þýskalandi

Gróflega er þetta í rauninni allt framleitt með sömu aðferð, að "meskja" blautt (grænt) malt til þess að umbreyta sterkjunum og karamelísera þær síðan með því að rista og þurrka.
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
Post Reply