Ég er búinn að leita hér á spjallinu en ekki fundið svar við einni pælingu.
Ég las einhverstaðar að mælt sé með því að skipta um vatnið í vatnslásnum á hverjum degi og jafnvel nota spíra eða sótthreinsaðan vökva.
Ég hef verið að nota joðblandað vatn sem ég sótthreinsa allt með og sett það í vatnslásinn. Svo hef ég ekkert verið að skipta um í þessu. Hvorki í bjórnum eða víngerðinni. Fyrsta all grain lögunin mín var soldið skrítin en ég held að það hafi stafað af vatnsvandamáli hjá mér frekar en einhverju öðru.
Svo mig langar að spyrja ykkur sérfræðingana hvað þið gerið.
Eruð þið að skipta um vatn í vatnslásnum?
Hvað eruð þið að setja í vatnslásinn?
Hvaða gerð af vatnslásum finnst ykkur bestir?
Kveðja
Bergrisi.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Ég nota vodka í vatnslásin þegar ég á svoleiðis til, en annars bara vatn.
Ég nota ekki joðófór þar sem að ég vil ekki blanda óþarflega mikið af slíku í vatnið.
Ég skipti aldrei um vatn í vatnslásinum, en ég fylli á ef það lækkar eitthvað í vatnslásinum (gufar upp).
Ég nota yfirleitt þriggja hluta vatnslás, en S týpa af vatnslás er líka góð.
Ég nota blowoff þegar ég er eitthvað tæpur á magninu í fötunni.
Ég hef aðeins notað hreint vatn í mína vatnslása. Aldrei skipt um vatn, og afar sjaldan þurft að bæta á. Sama vatnið vikum eða mánuðum saman. Einu skiptin sem ég hef bætt vatni á, var með kraftmikinn jólabjór í secondary, og eins með eplavín.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.