Froðuspurning

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Maddi
Villigerill
Posts: 38
Joined: 4. Oct 2010 12:53

Froðuspurning

Post by Maddi »

Sælir.
Mig langaði að skjóta inn einni spurningu um froðuna á Bee Cave bjórnum mínum. Hún er eiginlega meira eins og froðan sem kemur af Sprite eða öðrum gosdrykkjum, ekki þessi þykka fína bjórfroða.
Hvers vegna er það? Í hverju liggur tæknin við að fá þykka froðu?
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Froðuspurning

Post by atax1c »

Það er ýmislegt sem getur haft áhrif á hausinn á bjórnum. Hversu lengi er hann búinn að vera á flöskum ? Þetta gæti skánað þegar hann er búinn að kolsýrast 100%.

Þú gætir prófað að nota carapils í næsta bjór, það á að auka á froðuna.

Svo gæti þetta jafnvel verið glasið sjálft, gætir prófað að skrúbba það rækilega með salti, og skola það svo vel.
Maddi
Villigerill
Posts: 38
Joined: 4. Oct 2010 12:53

Re: Froðuspurning

Post by Maddi »

Hann er búinn að vera í rúman mánuð á flöskum.
Nota bjórglös sem fara ekki í uppþvottavél og eru ekki þvegin með sterkri sápu, svo þau ættu að vera í góðu lagi. :)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Froðuspurning

Post by sigurdur »

Sápustyrkur skiptir svosem engu máli, heldur hvort að sápan skilji eitthvað eftir á glösunum til að hjálpa við að "þurrka" þau.
Post Reply