Jæjja, fyrst að maður stofnaði þetta blessaða spjallborð þá er alveg tilvalið að kynna sig fyrstur.
Ég datt inn í þetta hobby fyrir algera tilviljun en ég sá námskeið í víngerð hjá Ámunni sem kostaði jafn mikið og startpakkinn þeirra.
Ég skellti mér í þetta hobby full force, byrjaði á því að brugga 2 síróp sem maður kaupir hjá þeim í ámunni. Svo hef ég bruggað Epplavín sem ég fann á http://www.homebrewtalk.com/ sem er nú bara einn uppáhalds drykkurinn minn í augnablikinu.
Ég vonast til að þetta blessaða spjall verði vinsælt fyrir gerjunarnörda og við getum haldið ferðir, hittinga og sambrugg.
Endilega haldið áfram sjálfskynningunum!
Og ef einhverjum langar til að spjalla utan þessa spjallborðs þá er ég á MSN: Bolti@hotmail.com
Góða skemtun!