Núna er þetta alveg að fara að gerast - ég er búinn að vera upptekinn seinustu vikur, en það er aðeins að sjá fyrir endann á því. Ef einhver er ekki búinn að senda mér póst þá er tilvalið að gera það núna. Einnig er ágætt að fá bömp á þá pósta sem ég er búinn að fá, ef ég skyldi hafa gleymt að merkja við þá.
ég er með stórkostlegt tilboð til þeirra sem ætla að kaupa sér kút úti.
ég á nefnilega meira af pin lock kútum en ball lock kútum og langar að skipta ball lock kútunum út. þannig að ef einhvern langar í ball lock kút. þá getur við komandi fengið ball lock kút, með krönum hjá mér ef ég fæ pin lock kút með krönum í staðinn þegar pöntunin hans hrafnkells gengur í gegn.
Jæja nú stendur loksins til að drífa í kútapöntuninni - þeir sem vilja vera með en eru ekki búnir að senda mér póst endilega gera það sem fyrst, svo mun ég senda póst á alla í næstu viku til að borga staðfestingargjald.
Ég vil benda þeim á sem ætla að fá ser kúta að það er mjög sterkur leikur að fá sér O-ring lube: http://stores.kegconnection.com/Detail.bok?no=18" onclick="window.open(this.href);return false;
Án þess getur verið erfitt að fá lokin til að sitja almennilega.
Seinasti séns til að vera með er 18. júní. (laugardagur). Á sunnudag eða mánudag sendi ég svo pósta á alla sem ég hef fengið póst frá og bið um að borga staðfestingargjald, sem verður verð á vörum í usd * 100. Pöntunin fer svo út degi seinna og vörurnar gætu verið komnar hingað fyrir mánaðarlok.
Þeir sem vilja vera með verða að senda mér póst á brew@brew.is með url á vörurnar sem þið viljið.
Þetta er að gerast - ég er að senda fólk á alla sem ætluðu að vera með. Fólk hefur svo til laugardags til að borga staðfestingargjald, þá fer pöntunin af stað út.
Núna er loksins eitthvað að gerast, ég var að fá póst frá kegconnection með reikningi og sendingin ætti að fara af stað í þessari viku. Hún gæti þá verið komin öðru hvoru megin við þarnæstu helgi ef allt gengur eftir. Þetta er búið að dragast mikið meira en ég var að vonast til, en nú er þetta líklega að gerast.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs Á Kút: Hrísgrjónalager Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar