Ofurbiturt klúður

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Hophead
Villigerill
Posts: 2
Joined: 12. Jun 2011 22:44

Ofurbiturt klúður

Post by Hophead »

Loksins staulaðist ég til að stofna aðgang hér ... en að sjálfsögðu gerir maður ekkert fyrr en vandræðin reka mann út í horn !

...og mig vantar ráðleggingar.....

Ég var að gera 20l af All Grain APA - sem átti að vera 1057 OG --- c.a 33 IBU.

Uppskriftin kallaði á 15gr af Columbus humlum í 60mín - og svo 30gr á við enda suðu. (ásamt öðrum humlum) En ég kórónaði heimsku mína með því að setja 30gr í 60mín og 15gr í enda suðu.

Virðist ekkert risa slys á blaði en samkvæmt Beersmith þá setur þetta IBU´ið uppí 65 - sem gengur ágætlega fyrir IPA en væntanlega vantar svoldið uppá jafnvægið í aroma humlum og OG sem endaði í 1057.

Hvað haldið þið meistarar - ætti ég að dry hoppa þetta eitthvað til eða bara leyfa þessu að vera og bjóða tengdó í heimsókn :roll:
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Ofurbiturt klúður

Post by gunnarolis »

Dry hoppið kemur ekki til með að bæta neinni beiskju við bjórinn, heldur bara lykt. Þannig að ef þú vilt bæta lyktina af bjórnum er ekkert úr vegi að dry hoppa hann ef þú vilt. 65 ibu er kannski í hærra lagi, en þetta verður örugglega bara nokkuð hressandi...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Hophead
Villigerill
Posts: 2
Joined: 12. Jun 2011 22:44

Re: Ofurbiturt klúður

Post by Hophead »

....eða gera aðra lögn sem ´leiðréttingu´ og blanda svo eftir smekk..... ?
Post Reply