er í lagi að leyfa bjórnum að gerjast alveg i 3 vikur? ég spurði kallinn niðri áman og hann sagði ef eg mundi geyma bjórinn lengi i gerjunar tunnuni þá mundi froðan fara niður og koma brugg bragð af bjornum? og eftir 3 vikur þa væri gerið allt búið og ef ég mundi láta á flöskur eftir það þá mundi gerið ekki borða sykurinn þvi gerið væri búið og bjórinn mundi bara vera flatur.
er þetta eithvað rétt ?
er nefnilega að gerja bjór núna og spá hversu lengi ég megi hafa hann í tunnuni og hvort gerið verður búið eftir ákveðinn tima ?
svo var ég að hugsa með aðferðina 1 2 3 1 vika í fyrir fyrsta gerjun svo 2 vikur í seinni og 3 í flösku þarf ég eithvað að bæta við ger eða eithvað?
til að hafa bjor í tunnu í viku svo í glerkút í 2 vikur ?
Eðlegt að láta bjórinn vera allavega 10-15 daga í primary. Í öllu falli.
Ég smellti á flöskur bjór um daginn sem var búinn að vera 2 vikur í primary og 4 vikur í secondary. Það tók reyndar 2-3 vikur að fá fulla kolsýru í ölið en það var rosalega gott.
Það þarf svo rosalega lítið ger á flöskurnar til að mynda kolsýru að það ætti ekki að vera áhyggjuefni.
Aðal málið samt, halda hitastiginu í skikkanlegu horfi allan tíman!
edit. Gerið er ekki að hverfa neitt, það gæti drepist eða farið í hvíld. En það "gufar" ekki upp eins og þú lýsir þessu.
Þeir virðast vera algjörir rugludallar í Ámunni ef þetta er rétt sem þú segir.
Ég setti bjór á flöskur um daginn sem var búinn að vera í fyrsta gerjunarílátinu í hálft ár og það var ekkert bruggbragð af honum, OG flöskurnar eru full kolsýrðar núna.
Bjórinn bragðast mjög vel.
Ég nota ekki tvær gerjunartunnur fyrir eina gerjun, nema í mjög sérstökum undantekningum.
Aðalatriðið er að slaka á og ekki trúa öllu sem þú lest eða heyrir.