Möguleg sýking?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Möguleg sýking?

Post by bjarkith »

Bruggaði belgískan strong ale um helgina og notaði WY3787 Trappist HG, eftir að ég pitchaði þá fór allt á fullt u.þ.b. 3 tímum síðar, og í dag þegar ég tók mælingu var bjórinn kominn úr 1.070 í 1.010 á rúmum sólahring, fannst það annsi magnað, þennan bjór ætla ég að bæta í 500gr af kandís tvisvar á meðan gerjun stendur. En já, ég tók sýni til mælingar og smakkaði það síðan eins og ég geri alltaf, en þá var viðbjóðsleg lykt af bjórnum, eins og af rotnu grænmeti, allt í lagi, hveitibjórinn minn lyktaði eins og prump fyrstu vikurnar, en svo smakkaði ég hann og hann var frekar vondur líka, með vott af sýru. Er séns á að ég hafi nælt mér í sýkingu? Bætti kandísnum út í og ætla að sjá hvernig fer, vona að þetta batni en er orðinn smeikur.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Möguleg sýking?

Post by hrafnkell »

Ég skal ekki segja um sýkinguna, en ég held að það borgi sig að sjóða candi sýrópið í smá vatni áður en þú setur það í bjórinn.
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Möguleg sýking?

Post by bjarkith »

Þetta er nú bara venjuelgur kandís en jú ég sauð hann í sýróp og kældi í lokuðu og sótthreinusðu íláti áður en hann fór út í.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
Post Reply