Whirlpool fyrir 200 kr

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
OliI
Kraftagerill
Posts: 70
Joined: 28. Aug 2010 10:42

Whirlpool fyrir 200 kr

Post by OliI »

Var að tilraunast með Whirlpool (hringiðun). Keypti mér klósettbursta, skrúfaði skrúfu í endann á honum, klippti hausinn af og sneri með borvél til að mynda hringiðun.
Í sem skemmstu máli svínvirkaði þetta, fékk fallega hringiðun í pottinum, lét setjast í 15-20mín og tappaði af.
Ég var nú ekki duglegur að mynda, lélega myndin af pottinum er tekin með farsímanum, ef vel er að gáð sést fallegur humlakónn í miðjum pottinum.
Af gefnu tilefni vil ég taka fram að burstinn er nýr og hefur ekki verið notaður í neitt annað.
Attachments
pottur.JPG
Bursti.jpg
Bursti.jpg (35.8 KiB) Viewed 5958 times
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Whirlpool fyrir 200 kr

Post by kristfin »

góður. getur líka notað múrrhræru, sennilega auðveldara að hreinsa hana
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
OliI
Kraftagerill
Posts: 70
Joined: 28. Aug 2010 10:42

Re: Whirlpool fyrir 200 kr

Post by OliI »

Jamm, en ég varð bar að reyna þetta. :geek: Ég held það verði ekkert mál að hrista af þessu kuskið, enda selt til að þrífa verri hluti en bjór - en það á auðvitað eftir að koma betur í ljós hjá með tímanum. Svo er voða þægilegt að hafa þetta í joðófórfötunni og skvetta bara af rétt fyrir notkun.
noname
Villigerill
Posts: 24
Joined: 1. Jun 2011 00:00

Re: Whirlpool fyrir 200 kr

Post by noname »

skemtilegt að tekið sé fram að burstinn sé alveg ónotaður
Post Reply