Hafra-porter

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Hafra-porter

Post by Eyvindur »

Tók mér góðan tíma í að búa þessa uppskrift til. Rannsakaði fjöldann allan af porter uppskriftum og setti þetta saman í Beer Tools. Meskingin var frekar heit, í kringum 68°C. Endaði með 20l og tæplega 82% nýtni. OG aðeins hærra en uppskriftin gerði ráð fyrir, í kringum 1.060 ef ég man rétt.

3.5 kg American 2-row malt
295 g Carapils malt
350 g Crystal 40°L
200 g Dökkt crystal malt
250 g Chocolate malt
250 g Black malt
260 g Hafraflögur
45 g Fuggle í 60 mínútur
35 g East Kent Goldings í 15 mínútur
20 g Fuggle í 1 mínútu
15 g East Kent Goldings í lokin
Danstar Nottingham ger
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hafra-porter

Post by Eyvindur »

Þessi fer á flöskur í kvöld... Hlakka mikið til að smakka mælisýnið - þótt ég sé reyndar svo kvefaður að það er ekki að marka...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hafra-porter

Post by Eyvindur »

Jæja, þessi er kominn á fagrar flöskur sem fengu gefins frá Ölvisholti. Ég er að drepast úr kvefi, en fyrsta smakk gefur engu að síður góð fyrirheit. Á ekki auðvelt með að bíða eftir þessum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Korinna
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 7. May 2009 19:34
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hafra-porter

Post by Korinna »

nammi namm
man does not live on beer alone
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hafra-porter

Post by Eyvindur »

Já, meðan ég man... FG var 1.016. Nokkurn veginn það sem ég stefndi á.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hafra-porter

Post by Eyvindur »

Jæja, ég stóðst ekki mátið að smakka hann, þótt hann hafi enn ekki verið nema 4 daga á flösku og ég sé enn með smá kvef... Allavega stendur hann undir mínum væntingum, þrátt fyrir kvef (vonandi líka eftir kvef). Hann er silkimjúkur og með yndislega kaffi- og súkkulaðitóna sem dvelja lengi í munninum. Hann er meira að segja orðinn merkilega kolsýrður þrátt fyrir stuttan tíma á flösku... Engin vonbrigði hér á ferð, það er nokkuð ljóst.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Hafra-porter

Post by Andri »

Snilldin ein til hamingju með góðann bjór :)

Ég er að pæla, þegar þú meskir ... 82% nýtni er talin vera góð nýtni er það ekki, færð varla meira?
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hafra-porter

Post by Eyvindur »

82% er mjög gott. Ég þekki einn sem er með súpersystem og er að ná hátt í 90%, en annars eru flestir sem ég kannast við með undir 80%, sérstaklega þeir sem nota batch sparge tæknina (sem ég geri einmitt líka).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply