CaraPils / Dextrin

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

CaraPils / Dextrin

Post by ulfar »

Sælir

Ég hef ekki notað CaraPils mikið í bjórgerð. Það sem ég er að velta fyrir mér er þetta?
Er með uppskrift með 9% speciality malti + 10% carapils.

Er ég komin með of mikið af speciality malti eða get ég litið á carapils sem
semi base malt (eins og ég myndi líta á munich og vienna t.d.)


Basic pale
================================================================================
OG: 1.041
FG: 1.010
ABV: 4.0%%
Bitterness: 26.3 IBUs (Tinseth)
Color: 7 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
Name Type
Pale Malt (2 Row) Bel Grain 3.3 kg Yes No 80%% 3 L
Cara-Pils/Dextrine Grain 400 g Yes No 72%% 2 L
Caramel/Crystal Malt - 40L 300 g Yes No 74%% 40 L
Biscuit Malt Grain 100 g Yes No 79%% 23 L
Total grain: 4.100 kg
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: CaraPils / Dextrin

Post by gunnarolis »

Ég er enginn sérfræðingur á þessu sviði, en þú ert kominn rétt yfir 20% múrinn í crystal malti með þessu (ef við teljum biscuit maltið sem crystal) og þá væri kannski æskilegt að nota hátt attenuerandi ger í þetta. Ég hef notað 25% crystal malt í bjór (írskt rauðöl) og notaði WLP002 í hann og hann var súper malty. Mér fannst það reyndar mjög gott. Ég held þú eigir að líta á carapils sem crystal malt en ekki base malt...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: CaraPils / Dextrin

Post by kristfin »

þetta er í hærri kantinum. carapils er crystal malt, þó það sé í neðri mörkum. en ef þú ert með uppskrift þá bara láta vaða. í versta falli er þetta í sætt og gott
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: CaraPils / Dextrin

Post by atax1c »

Það er ekki mælt með að nota meira en 5% af carapils held ég.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: CaraPils / Dextrin

Post by sigurdur »

Ég segi bara go for it. Þú býrð þá bara annað hvort til alveg frábæran æðislegan drykk, eða alveg ódrekkandi viðbjóð (og þá skal ég taka hann bara af þér og farga honum fyrir lítinn pening ;) )
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: CaraPils / Dextrin

Post by ulfar »

Þar sem bjórinn var mjög lítill ákvað ég að halda mig við 10% carapils en lækkaði crystal niður í 5% og biscuit niður í 2,5%. Læt vita hvernig þetta fer.
Post Reply