Hveitibjór fyrir sumarið

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Hveitibjór fyrir sumarið

Post by Örvar »

Sælir meistarar!

Þar sem það er loksins hætt að snjóa í bili er mig farið að langa að búa til eitthvern góðan og léttan hveitibjór.
Ég hef nú ekki smakkað mjög margar tegundir af hveitibjór en mér finnst Freyja frá Ölvisholti hrikalega góður bjór, það er að mér skilst belgískur wit.
En nú veit ég ekki alveg hverju ég ætti að vera að leita eftir í uppskrift svo ég leita til ykkar... hafið þið eitthverjar gómsætar hugmyndir af uppskrift? :skal:
Erlendur
Villigerill
Posts: 40
Joined: 8. Jan 2010 09:03

Re: Hveitibjór fyrir sumarið

Post by Erlendur »

Það væri gaman að sjá hvernig þið mynduð reyna að líkja eftir Freyju. Er hún gerjuð með WB-06? Ég hef notað það einu sinni og var ekki sérstaklega ánægður með niðurstöðuna.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Hveitibjór fyrir sumarið

Post by gunnarolis »

Freyja er Witbier, það er rétt, með appelsínuberki og kóríander. Hann er samt filteraður og þessvegna tær, og hann er alveg pottþétt gerjaður með wb-06.

Annar möguleiki í að gera witbier er að nota T-58 ger, ef þú ert ekki hrifinn af wb-06. Margir hafa gert það með góðum árangri. Ég er með eina uppskrift að witbier sem ég get látið þig hafa ef þú vilt.

Síðan er líka hægt að gera bara klassískan hveitibjór með 50-60% hveiti, restinni pilsner malti og hallertauer fyrir beiskju. Í þann bjór mundi ég mæla með að nota Wyeast3068 ef þú kemst yfir það, en annars bara wb-06. Það ger [wb-06] gefur reyndar frá sér fullmikla sýru fyrir mig, en það er hægt að búa til ágætis hveitibjór með því samt...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Hveitibjór fyrir sumarið

Post by Örvar »

Ég er ekkert endilega að reyna að gera bjór sem er alveg eins og Freyja en langar að gera eitthvað í þá áttina, fíla einmitt appelsínubörkinn og kóríander.
Ég er frekar nýbyrjaður að brugga all grain og hef aldrei gert hveitibjór áður eða notað wb-06 gerið. Líst alveg jafn vel á að nota það frekar en hvað annað.
Getiði lýst muninum á að nota pale ale eða pilsner malt á móti hveiti maltinu? er pilsner malt aðallega notað í þýskum hveitibjórum?
Ég væri mjög til í að fá hjá þér witbier uppskriftina ef þú ert til í að deila henni :beer:
Erlendur
Villigerill
Posts: 40
Joined: 8. Jan 2010 09:03

Re: Hveitibjór fyrir sumarið

Post by Erlendur »

gunnarolis wrote:Freyja er Witbier, það er rétt, með appelsínuberki og kóríander. Hann er samt filteraður og þessvegna tær, og hann er alveg pottþétt gerjaður með wb-06.

Annar möguleiki í að gera witbier er að nota T-58 ger, ef þú ert ekki hrifinn af wb-06. Margir hafa gert það með góðum árangri. Ég er með eina uppskrift að witbier sem ég get látið þig hafa ef þú vilt.

Síðan er líka hægt að gera bara klassískan hveitibjór með 50-60% hveiti, restinni pilsner malti og hallertauer fyrir beiskju. Í þann bjór mundi ég mæla með að nota Wyeast3068 ef þú kemst yfir það, en annars bara wb-06. Það ger [wb-06] gefur reyndar frá sér fullmikla sýru fyrir mig, en það er hægt að búa til ágætis hveitibjór með því samt...
Þú mátt endilega pósta Witbier uppskriftinni. Annars hef ég líka séð nokkrar með appelsínu og kóriander á Homebrewtalk.
Ég býst við að gera tvöfalda lögn, T-58 og WB-06, gefa Freyju-gerinu annað tækifæri.
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Hveitibjór fyrir sumarið

Post by viddi »

Sæll

Var einmitt að ljúka við hveitibjór sem við gerðum fyrr í vor sem við erum þokkalega sáttir við. 50% - 50% hveiti og pale ale. Hallertauer Mittelfrüh og WLP 400 ger (http://www.whitelabs.com/beer/homebrew_ ... GIAN_YEAST" onclick="window.open(this.href);return false;)
Ég hirti gerið og þú getur fengið af því ef þú vilt. Ætlum einmitt að fara að leggja í meira af þessum.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Hveitibjór fyrir sumarið

Post by Braumeister »

Klassíska hveitibjórsuppskriftin er 50-60% hveitimalt og rest pilsner.

Ég gerði einn svoleiðis síðasta ár en hann var auðvitað mun ljósari og þynnri en þessir frægustu hveitibjórar (Paulaner, Schneider, Erdinger og Franziskaner).

Þetta árið prófaði ég:
43% Wiener
54% Hveitimalt
3% Carawheat

Og gerði þar að auki ferulasýruhvíld við 44° C (til að fá negulkeim (clove)) og svo decoction upp í 67°C. Ég notaði 3068 wyeast ger.

Þessi fór á flöskur í gær. Hlakka mikið til að prófa hann.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Hveitibjór fyrir sumarið

Post by Örvar »

Takk fyrir svörin :)

Ég er kominn með smá hugmynd af uppskrift:

2,3kg Pale Ale Malt
2,3kg Wheat Malt
40g Hersbrucker 3% 60min
10g Hersbrucker 3% 20min

OG: 1045, IBU: 18,2

Gerjað með WLP300 frá honum vidda

Er svo að spá hvort ég ætti að henda í þetta líka smá appelsínuberki og kóriander

Hvernig líst ykkur á þetta? eitthverjar breytingar? :skal:
Last edited by Örvar on 11. May 2011 13:25, edited 1 time in total.
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Hveitibjór fyrir sumarið

Post by Örvar »

Væri einhver sérstök ástæða til að nota pilsner malt í staðinn fyrir pale ale á móti hveitinu?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hveitibjór fyrir sumarið

Post by sigurdur »

Ástæðan er ljósari litur, minna malt bragð og nær upprunalega stílnum.
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Hveitibjór fyrir sumarið

Post by Örvar »

Ég bruggaði þennan um daginn og nú er kominn tími til að tappa á flöskur.
Ég var að skoða priming reiknivélina á tastybrew.com http://www.tastybrew.com/calculators/priming.html og þar er gefið upp ca 4,0 CO2 og um 220g af "venjulegum" sykri.
Ég hef aldrei notað nálægt því svona mikið af priming sykri og var að spá hvort þetta sé í lagi? Þola þessar venjulegu bjórflöskur svona mikinn þrýsting?
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Hveitibjór fyrir sumarið

Post by gunnarolis »

Nei, ég held að venjulegar 0.33l flöskur þoli í mestalagi 3vol af co2. Ég mundi ekki setja svona mikinn þrýsting á venjulega flösku.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Hveitibjór fyrir sumarið

Post by Örvar »

Takk. Mér leyst heldur ekkert alveg á þetta.
Hvað mæliði með mikilli kolsýru í svona hveitibjór?
Þessi er gerjaður með WLP300 hefeweizen geri sem er víst mjög svipað wyeast 3068 gerinu
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hveitibjór fyrir sumarið

Post by sigurdur »

3 Vol er fínt.

Annars gerði ég einhverntímann hveitibjór með 2.5 vol og það reyndist vera í lagi.
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Hveitibjór fyrir sumarið

Post by Örvar »

Takk fyrir svörin. Ég skellti þessum á flöskur áðan og miðaði við 3.0 vol CO2.
Ég hirti gerið og ef einhver vill þá er velkomið að fá hjá mér hluta af því, WLP300 hefeweizen ger. Ég fékk gerið hjá vidda hér á spjallinu svo þetta er þá væntanlega 3. kynslóð gersins
Ég hef ekki tíma (eða nennu) til að þvo gerið og get ekki bruggað aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir 3 vikur, ætli gerið verði í lagi ennþá ef það er geymt óskolað í ískáp í amk 3 vikur?
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Hveitibjór fyrir sumarið

Post by gunnarolis »

Það er kannski ekki endilega mælt með þessu, en ég hef gert þetta, og þetta virkar.

Hugsanlega verður bjórinn ekki 100% eins og ef gerið hefði verið skolað og svona, en þetta er ekki það langur tími...

Aukin esteraframleiðsla og annað í þeim dúr er líka bara kostur í Hefeweizen, ég mundi alveg láta vaða á þetta.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Hveitibjór fyrir sumarið

Post by Örvar »

Hehe ég treysti þér. Í versta falli klikkar það :lol:
En annars er ég með of mikið ger fyrir mig svo ef einhver vill fá af því þá má bara senda mér póst ;)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Hveitibjór fyrir sumarið

Post by Idle »

Ég hef farið upp í 3,8 vol (skv. útreikningum BeerSmith, ekki sannreynt fremur en aðrir, geri ég ráð fyrir). Með flöskur frá Ölvisholti (Móri), Erdinger og Fuller's flöskur. Engar sprengingar til þessa.

Ef þú ert í einhverjum vafa um þol glersins, pakkaðu því þá inn í poka og einhvern góðan kassa. Rúmfatalagerinn er t. d. með ágæta plastkassa á fínu verði. Ef flaska springur, þá hefurðu a. m. k. lágmarkað skaðann með slíkum aðgerðum. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Post Reply