Trub

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Maddi
Villigerill
Posts: 38
Joined: 4. Oct 2010 12:53

Trub

Post by Maddi »

Sælir.
Ég lagði í Bee Cave um daginn, gekk allt vel.
Ég var hinsvegar að spá með þetta svokallaða "trub" sem fylgdi. Nú virðast menn hafa skiptar skoðanir á hvort það skiptir máli að skilja það eftir í suðutunnunni eða ekki, upp á geymslugetu og bragð að gera, hvað segið þið um það? Hvernig eru menn þá að skilja það frá virtinum? Með krana ofan við botn á suðutunnunni? Ég hellti þessu bara öllu saman með látum í gerjunarfötuna til að fá smá súrefni í hann fyrir gerið.
Og annað, ég neyddist til að færa gerjunarfötuna á fyrsta degi gerjunar og þyrlaðist þá trubið, sem hafði allt sest undir það sem virtist tiltölulega hreinan virt, upp og virðist ekki hafa sest eins vel síðan. Er það algjör vitleysa að vera að færa fötuna meðan á gerjun stendur?
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Trub

Post by anton »

Maddi wrote:Sælir.
Ég lagði í Bee Cave um daginn, gekk allt vel.
Ég var hinsvegar að spá með þetta svokallaða "trub" sem fylgdi. Nú virðast menn hafa skiptar skoðanir á hvort það skiptir máli að skilja það eftir í suðutunnunni eða ekki, upp á geymslugetu og bragð að gera, hvað segið þið um það? Hvernig eru menn þá að skilja það frá virtinum? Með krana ofan við botn á suðutunnunni? Ég hellti þessu bara öllu saman með látum í gerjunarfötuna til að fá smá súrefni í hann fyrir gerið.
Og annað, ég neyddist til að færa gerjunarfötuna á fyrsta degi gerjunar og þyrlaðist þá trubið, sem hafði allt sest undir það sem virtist tiltölulega hreinan virt, upp og virðist ekki hafa sest eins vel síðan. Er það algjör vitleysa að vera að færa fötuna meðan á gerjun stendur?
Sest líklega ekki niður þar sem kolsíran sem er byrjuð að myndast veldur tregðu. Ég tek ekki gerjunartunnurnar með mér í vinnuna...en þetta jafnar sig örugglega hjá þér. Margir færa tunnurnar til eftir nokkra daga til að skipta um hitastig. Lykilatriðið er að vera ekki með mikil læti samt.
Maddi
Villigerill
Posts: 38
Joined: 4. Oct 2010 12:53

Re: Trub

Post by Maddi »

Neinei þetta var gert með varkárni, fært af gólfi beint upp á kommóðu. Ekki nema um meters færsla, en virðist hafa verið nóg til að þyrla einhverju upp þrátt fyrir að ég hafi passað mig eins og ég gat.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Trub

Post by hrafnkell »

Maddi wrote:Neinei þetta var gert með varkárni, fært af gólfi beint upp á kommóðu. Ekki nema um meters færsla, en virðist hafa verið nóg til að þyrla einhverju upp þrátt fyrir að ég hafi passað mig eins og ég gat.
Engar áhyggjur, ef það settist einusinni þá sest það aftur :) Ég skil venjulega 2-3cm eftir í suðutunnunni eftir bruggun, þá er megnið af trubinu eftir.
Maddi
Villigerill
Posts: 38
Joined: 4. Oct 2010 12:53

Re: Trub

Post by Maddi »

Þakka þér. :)
Ég bíð og sé hvað setur eftir a.m.k 10 daga frá fyrsta bubbli (sem myndi þá vera fimmtudagur/föstudagur í næstu viku).
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Trub

Post by sigurdur »

Ég er með krana og pick-up-tube. Ég skil yfirleitt rúmlega 5 lítra eftir í suðutunnunni þegar ég er búinn að sjóða.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Trub

Post by Bjössi »

eg set allt úr suðutunnu í gerjunartunnu hefur ekki skapað vandamál
Post Reply