Ég prófaði þetta á sínum tíma (sbr spurningar mínar í þessum þræði).
Ég setti nú fötuna ekki í ísbað, en skellti henni bara beint inn í ísskáp í sólarhring, bætti síðan gelatíni út í og gaf þessu síðan einhvern tíma til að vinna (minnir 2-4 daga).
Það sem gerðist hjá mér var að bjórinn varð krystaltær, en einnig alveg flatur!
Það gæti verið að gelatínið hafi tekið gerið með sér og/eða kuldinn hafi sent það í felur.
Svona í eftiráhyggju þá finnst mér þetta hafa verið alger óþarfi! Í dag nota ég engin efni í bjórinn til að gera hann tærari (engin fjörugrös eða whirlfloc) en bjórinn minn er samt sem áður að enda mjög tær og flottur. Það sem mér hefur fundið virka best er að leyfa bjórnum að vera lengi í gerjun (gerja oftast í amk 3 vikur) og líka að bíða nógu lengi eftir flöskunum og síðan leyfa tilbúnu flöskunum að standa í kælinum í amk sólarhring áður en ég opna þær. En þetta er svo sem bara mín skoðun
