Bjórgerðar smíði okkar feðga

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Bjórgerðar smíði okkar feðga

Post by Feðgar »

Sæl öll sömul. :beer:
Mig langar til að sýna ykkur hvað við feðgarnir erum búnir að vera að bralla í skúrnum.
Það skal tekið fram að hann faðir minn á allann heiðurinn af þessari smíð, hugsunin er hans og handverkið er hans.
Ég hef meira verið að pæla í uppskriftum og efnafræðinni á bak við bjórgerðina og svo höfum við prófað og þróað búnaðinn út frá því.

Þetta er sem sagt 60 lítra plast tunna með 4 hitaelementum, kælispíral og síu.
Annað slöngu úrtakið er beint út úr botninum en hitt er úr síunni.
Þarna sést einnig hitastýringin og hringrásardælan.
1IMG_6470.JPG
2 IMG_6471.JPG
Hérna er innri tunnan sem heldur korninu.
Mótorinn er rúðuþurrku mótor, honum er einfaldlega rennt upp á öxulinn og krækt í tunnuna svo það er auðveldlega hægt að fjarlægja hann við þrif og annað.
3 IMG_6482.JPG
3b IMG_6421.JPG
Efri spaðinn er búinn að taka nokkrum breytingum og það er ekkert út séð með það hvort honum verði ekki breytt enn frekar og jafnvel skipt út fyrir einhvað annað
Neðri blaðið lyftir og snýr virtinni yfir 2 mm. gataplötu.
4 IMG_6420.JPG
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Bjórgerðar smíði okkar feðga

Post by Feðgar »

Neðan við gataplötuna er þessi spaði en hann snýst einnig til að skapa hreyfingu við hitaelementin og koma í veg fyrir að virtin brenni við, hann kemur einnig í veg fyrir að of mikið af korni setjist á botninn.
5 IMG_6417.JPG
Hér sést ofan í ytri tunnuna.
Þarna er að vísu bara 3 ef þeim 4 hitaelementum sem eru í dag.
Barkinn í botninum er sían og kopar rörin ná að kæla virtina frá suðu niður í 15 gráður á rétt rúmum hálftíma.
Opið hægra megin í tunnunni er inntakið fyrir hringrásina, en hringrásar rörið sést einmitt þarna vinstra megin.
6 IMG_6475.JPG
Hérna sést innri tunnan á sínum stað án mótors.
7 IMG_6488.JPG
Þarna erum við að Dough-In eða mýkja kornið fyrir meskjun.
9 IMG_6509.JPG
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Bjórgerðar smíði okkar feðga

Post by Feðgar »

Þarna stendur hann faðir minn með stjórntækin að rafmagns spilinu sem við notum til að hækka upp og lyfta innri tunnunni.
a IMG_6496.JPG
Þarna erum við að dæla virtinni upp á kornið eftir að hafa stöðvað spaðana. Það er gert til að nota korn kökuna sem myndast ofan á gataplötunni til að sía fína efnið frá vökvanum. Hann Hrafnkell okkar hérna á spjallinu á heiðurinn af þeirri hugmynd, takk fyrir það.
b IMG_6498.JPG
Svona lítur þetta svo út áður en við fjarlægjum korn tunnuna og byrjum að sjóða.
c IMG_6499.JPG
Endilega segið okkur hvað ykkur finnst og spyrjið ef það er einhvað.

Fyrir hönd Feðga
Sonur :D
danieljokuls
Villigerill
Posts: 19
Joined: 13. Apr 2011 17:29

Re: Bjórgerðar smíði okkar feðga

Post by danieljokuls »

Snilldar græja, gaman að sjá þetta allt í einum potti :)
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Bjórgerðar smíði okkar feðga

Post by andrimar »

Mjög töff! :fagun:
Kv,
Andri Mar
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Bjórgerðar smíði okkar feðga

Post by Andri »

Brew in a bag Version 2.0

Þetta er fallegt hjá ykkur, karlinn er handlaginn.
Væri gaman ef faðir minn deildi þessu áhugamáli með mér :)
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bjórgerðar smíði okkar feðga

Post by hrafnkell »

Ég hef sagt ykkur það áður, en þetta er þrælsniðugt - ég bíð enn spenntur eftir að smakka bjórinn sem herlegheitin gera ;)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Bjórgerðar smíði okkar feðga

Post by kristfin »

helvíti flott. til llukku með þetta
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Bjórgerðar smíði okkar feðga

Post by kalli »

Flott smíði. Sniðugt að hafa kælispíralinn í tunnunni líka.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Bjórgerðar smíði okkar feðga

Post by Feðgar »

Kærar þakkir :beer:

Jæja þar sem frúin er með saumaklúbb í kvöld þá ætla ég (sonur) að eyða kvöldinu í skúrnum hjá kallinum. Við ætlum að flytja bjór yfir á secondary, byrja Lager gerjun á tvem öðrum, þvo ger og gera tilraun með flösku áfyllingu, það er sko nóg að gerast.

Kv. Sonur
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Bjórgerðar smíði okkar feðga

Post by bjarkith »

Er að meta þetta all-in attitude.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Bjórgerðar smíði okkar feðga

Post by sigurdur »

Þetta er flott.

Til hamingju með allt þetta :)
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Bjórgerðar smíði okkar feðga

Post by Feðgar »

Við settum inn myndir á erlent spjall og höfum verið að svara póstum þar.

Gaman að lesa hvað menn hafa um þetta að segja þarna úti.

Datt í hug að þið vilduð kíkja á umræðuna og kannski setja inn eina línu eða svo, já eða "Like" er það ekki aðal núna hehe

http://www.homebrewtalk.com/f51/my-new- ... ry-241691/" onclick="window.open(this.href);return false;
Post Reply