Amarillo Madness

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Amarillo Madness

Post by kristfin »

fyrst hrafnkell var að sýna okkur amarillo bee cave, datt mér í hug að sýna ykkur síðasta bjór hjá mér.
sá þessa uppskrift hjá the homebrew chef. það er soldið spennandi pæling að vera bara með late addtion humla
Recipe: #43 Amarillo Pale Ale
Brewer: kf
Asst Brewer:
Style: American Pale Ale
TYPE: All Grain
Taste: (0,0)

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 25,00 L
Boil Size: 30,64 L
Estimated OG: 1,060 SG
Estimated Color: 5,0 SRM
Estimated IBU: 43,0 IBU
Brewhouse Efficiency: 80,00 %
Boil Time: 90 Minutes

Ingredients:
------------
Amount Item Type % or IBU
5,62 kg Pale Malt, Maris Otter (3,0 SRM) Grain 95,57 %
0,26 kg Carapils/Carafoam (Weyermann) (2,0 SRM) Grain 4,43 %
200,00 gm Amarillo [9,00 %] (10 min) Hops 43,0 IBU
1 Pkgs American Ale (Wyeast Labs #1056) [Starter Yeast-Ale


Mash Schedule: Single Infusion, Light Body, No Mash Out 66
Total Grain Weight: 5,88 kg
----------------------------
Single Infusion, Light Body, No Mash Out 66
Step Time Name Description Step Temp
90 min Mash In Add 36,00 L of water at 69,7 C 65,6 C


Notes:
------
gypsum 15gr, cacl2 2gr, epsom 6gr => ph 5,34
preboil 11brix = 1044 átti að vera 1049. OG var 14,5b = 1059, en ég endaði með 23 lítra í stað 25. sennilega 73% nýttni. prófa að mala fínna næst

Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Amarillo Madness

Post by Eyvindur »

Þetta er girnilegra en allt. Ætlarðu að þurrhumla, eða leyfa þessu að njóta sín svona?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Amarillo Madness

Post by kristfin »

ég kláraði alla amarillo humlana mína í þetta. reikna ekki með að þurrhumla.

er mjög spenntur fyrir þessum. amarillo bragðið er svo skemmtilegt og síðan breytist það svo hratt fyrstu vikurnar
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Amarillo Madness

Post by Bjössi »

Áhugavert
hefurðu prófað eitthvað svipað áður, s.s. að setja humla bara rétt í rest á suðu?
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Amarillo Madness

Post by kristfin »

ekki prófað svona áður. en lesið um þetta.

her er góð grein um svona: http://www.mrmalty.com/late_hopping.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Amarillo Madness

Post by Eyvindur »

Ég hef einu sinni gert þetta. Gerði amerískt rauðöl (þó í þurrari kantinum, líkara írsku að því leyti, en með amerískum humlum), og setti helling af humlum síðustu 20 mínúturnar (á fimm mínútna fresti, ef ég man rétt) og pressukönnuhumlaði. Það er einn af mínum uppáhalds bjórum. Algjör humlaveisla, en beiskjan svo mjúk og yndisleg að ég gat þambað ótæpilega af honum. Mæli með því að allir prófi þessa humlunaraðferð. Hún er snilld.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Amarillo Madness

Post by Bjössi »

"pressukönnuhumlað" hvað er það?
hef ekki heyrt þessa aðferð áður
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Amarillo Madness

Post by Eyvindur »

Pressukönnuhumlun er mjög fljótleg aðferð til að fá svipaða útkomu og þurrhumlun (reyndar finn ég sáralítinn mun á anganinni, en hef reyndar ekki gert prófanir hlið við hlið). Þá tekur maður humlana og setur í pressukönnu, setur 80-90° heitt vatn út í og lætur standa í ca. tíu mínútur, pressar og hellir út í bjórinn. Ég geri þetta við átöppun, og nota humlateið til að leysa upp sykurinn. Þetta gefur, eins og ég segi, mjög áþekka angan og þurrhumlun (þarf endilega að prófa aðferðirnar hlið við hlið einhvern tíma), en er mun snyrtilegra og þægilegra, finnst mér.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Amarillo Madness

Post by Bjössi »

Frábært að vita þetta með pressukönnu þurrhumlun
mun pottþétt nýta mér þetta me Tri Cascate sem er á "hvað er verið að brugga"
kærar þakkir Eyvindur
Bjarki
Kraftagerill
Posts: 78
Joined: 15. Dec 2009 16:17

Re: Amarillo Madness

Post by Bjarki »

Eyvindur wrote:Pressukönnuhumlun er mjög fljótleg aðferð til að fá svipaða útkomu og þurrhumlun (reyndar finn ég sáralítinn mun á anganinni, en hef reyndar ekki gert prófanir hlið við hlið). Þá tekur maður humlana og setur í pressukönnu, setur 80-90° heitt vatn út í og lætur standa í ca. tíu mínútur, pressar og hellir út í bjórinn. Ég geri þetta við átöppun, og nota humlateið til að leysa upp sykurinn. Þetta gefur, eins og ég segi, mjög áþekka angan og þurrhumlun (þarf endilega að prófa aðferðirnar hlið við hlið einhvern tíma), en er mun snyrtilegra og þægilegra, finnst mér.
Sýðuru sykurinn áður en þú dembir honum í humlateið Eyvindur ?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Amarillo Madness

Post by Eyvindur »

Nei, ég set sykurinn ekki í teið, heldur öfugt. Ég sýð vatn í hraðsuðukatli og læt það standa í nokkrar mínútur (ég stressa mig ekki á hitastiginu, bara að það sé ekki alveg við suðumark). Svo set ég það saman við humlana, læt þá standa í 5-10 mínútur, og helli svo yfir sykurinn.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Amarillo Madness

Post by kristfin »

amarillo_madness_1.jpg
setti á kút í fyrradag.
varð bara að stelast í eitt glas.
rosaleg lykt og rosalega mikið og gott bragð. alger veisla. ég hef smá áhyggjur af biturleikanum samt. mætti vera bitrari, en það gæti verið að það hverfi bara í humlabragði og lykt.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Amarillo Madness

Post by Örvar »

Hvernig er þessi orðinn?
Eitthvað sem þú myndir breyta er þú bruggaðir aftur?
Post Reply