Já merkilegt nokk. Þeir gleyma að taka fram að aðalástæða fyrir myndun þessara efna er útfjólublátt ljós og því verður minna af humlaöldrunarleiðinindum í dökkum flöskum. Dósir eru sér á báti þar sem málmurinn leysist upp að einhverju leiti með tímanum og veldur öldrunareinkennum þó að utfjólubláir geislar nái aldrei í bjór í dósum.
Hvað hagnýtingu varðar um sýrustigs bjórsins á commercial skala veit ég ekki alveg. Breytingar á sýrustigi átappaðs og síaðs bjór breytir bragðinu mikið og mjög erfitt væri að reyna að brugga bjór með eitthvað fyrirfram ákveðið sýrustig.
Er líka nokkuð svo mikil eftispurn eftir bjór með eitthvað mikið lengra geymsluþol en þekkist í dag?
Annars fagna ég alltaf vísindalegur niðurstöðum tengt bjórbruggun!
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
Já. Væri til í að eiga stóran (innangengan) kæli til að geyma korn, bjór og allt slíkt í t.d. 10°
Hef horft á að kaupa stæðstu gerð af kælikystu og setja utanáliggjandi hitastýringu á hana. Maður getur raðað mörgum lítrum af bjór í slíkt og allan kornlagerinn. Það er líklega einfaldasta leiðin til að halda ferskleikanum á öllu í hámarki. Væri jafnvel hægt að gera lagerinn í henni.
anton wrote:Já. Væri til í að eiga stóran (innangengan) kæli til að geyma korn, bjór og allt slíkt í t.d. 10°
Hef horft á að kaupa stæðstu gerð af kælikystu og setja utanáliggjandi hitastýringu á hana. Maður getur raðað mörgum lítrum af bjór í slíkt og allan kornlagerinn. Það er líklega einfaldasta leiðin til að halda ferskleikanum á öllu í hámarki. Væri jafnvel hægt að gera lagerinn í henni.
Já, það væri gaman að eiga svosem eina 2-3 rúmmetra frystikistu
gunnarolis wrote:Anton, það er merkilegt hvað skúnkun á bjór tekur stuttan tíma...sólarljós í 5 tíma fer langt með að eyðileggja annars fínan bjór í grænni flösku.
Jamm ég veit. Ég geymi líka mitt í kössum á kaldasta stöðugasta htiastigs-stað sem ég hef aðgang að