Heimsmíði og pælingar

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
danieljokuls
Villigerill
Posts: 19
Joined: 13. Apr 2011 17:29

Heimsmíði og pælingar

Post by danieljokuls »

Góðan daginn, Ég vill byrja á að þakka fyrir þessa snilldar síðu, Þetta er minn fyrsti af vonandi mörgum póstum hérna.

Þannig er mál með vexti að ég er að fara að byrja að brugga bjór..
Er búinn að leggja í fyrstu lögn sem var nú bara svona dósasull, ég ákvað að byrja þannig og prufa að fara í gegnum ferlið eins og það er þannig, áður en ég fer útí að gera þetta frá grunni. En nóg um það.

Ég á til 75lítra suðupott úr riðfríu stáli með 3000w elementi sem er vafið eins og sæmilega stór kökudiskur einnig hef ég tengt við það eldavélarofa og hitamælir þannig að ég get stjórnað hitanum en með þeim afleiðingum að það slekkur og kveikir á hitanum, með ca 5° skekkju. en ef það er skilið eftir á on þá nær það leikandi suðu í þessum potti.

Það sem mig langar að spurja ykkur sem hafið verið í þessu, Ætti ég að setja minna element við segjum 2000w eða minna til þess að viðhalda suðunni eða ætli það sé í lagi að hafa þetta bara í botni á meðan það er verið að sjóða ?

Einnig er ég með skáp sem ég nota í annað brugg. Í honum get ég stjórnað hitastiginu frá stofuhita eða þeim hita sem er í kringum skápinn og upp í 60° plús, með mjög lítilli skekkju +-1°, Ég er með hann inní búri hjá mér og þar er hitinn í kringum 16-18gráður.

Mig langar að vita hvort einhverjir hafa verið að setja kælibúnað svona skápa til að ná niður fyrir 16gráður?
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Heimsmíði og pælingar

Post by kalli »

Góða kvöldið,

Og til hamingju með pottinn. Þú ert heppinn að komast yfir svona grip.

Ég er með 33 plast pott og í honum 2 stk 2kW hitöld. Til að hita meskivatnið og til að ná upp suðu er ég með bæði hitöldin á. Eftir að suða er komin upp er ég aðeins með annað hitaldið inn. Ég giska því á að með 3kW hitald í meir en tvöfalt stærri potti, og með miklu minna hitatapi (stál vs. einangrað plast), þá fáir þú ekki of kröftuga suðu. Svo ég held þú sért í góðum málum með þetta.

Ég myndi mæla með því að þú sleppir eldavélarrofanum og fáir þér ódýra Auberin hitastýringu og SSR og þá færð þú miklu nákvæmari stjórn á hita og minna stress. Hvorutveggja gæti verið til hjá brew.is. Ég á SSR ef þig vantar.

Hvernig ætlar þú annars að meskja? BIAB eða í sér meskikeri?
Life begins at 60....1.060, that is.
danieljokuls
Villigerill
Posts: 19
Joined: 13. Apr 2011 17:29

Re: Heimsmíði og pælingar

Post by danieljokuls »

Sæll,

Mér finnst svoldið freistandi að fara BIAB leiðina og sleppa þannig við eitt áhaldið í viðbót, en þá þarf ég að hafa góða hitastýringu. Þarf samt að kynna mér betur kostina og gallana við það.
Ég fór á brew.is og fann ekkert um þessa auberin hitastýringu og er engu nær með hvað SSR er :)
Gætir þú frætt mig betur um það ? og eins kosti og galla að fara biab eða kæliboxaleiðina ? :)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Heimsmíði og pælingar

Post by kalli »

BIAB er snilld upp á að gera allt í einum og sama pottinum. Reyndar nota ég fötu með ryðfríu neti í botninn en það er þægilegra í meðhöndlun en pokinn. Svo getur þú bætt við hringdælingu seinna með lítilli, ódýrri dælu.

En SSR er Solid State Relay eða rofi sem er stjórnað með stýrispennu. Þú sérð slíkan SSR á http://cgi.ebay.com/Solid-State-Relay-S ... 3195780797" onclick="window.open(this.href);return false;

Stýrispennan inn á SSR'inn getur komið frá hitastýringu, td. þessari sem er mikið notuð í brugg bransanum http://auberins.com/index.php?main_page ... ducts_id=3" onclick="window.open(this.href);return false;
Stundum fylgir hitaskynjari með, stundum ekki.

En ef þú ætlar út í þetta, þá er hægt að ráðleggja þér betur. Ef þú hefur aðgang að rafvirkja, þá endilega fáðu hann til að aðstoða með fráganginn, því þetta er ekki hættulaust.
Life begins at 60....1.060, that is.
danieljokuls
Villigerill
Posts: 19
Joined: 13. Apr 2011 17:29

Re: Heimsmíði og pælingar

Post by danieljokuls »

Sælir aftur

Já hljómar vel að geta nýtt þetta allt í sama pottinum. En er tilgangurinn með dælunni að halda hringrás á vökvanum í einhvern x tíma eða ?

Ég held að ég fái mér pottþétt einhverja betri hitastýringu á þetta
Þessi auberin stýring fæst hún hjá brew.is?
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Heimsmíði og pælingar

Post by kalli »

Dælan heldur hringrás á vökvanum og skolar kornið margsinnis allan þann tíma sem mesking stendur yfir, þe. 60 til 90 mínútur. Það er mun betra en bara að láta kornið liggja í leginum. Annar mjög stór kostur er að þá virkar kornbeðurinn eins og sía og fjarlægir minnstu agnir úr virtinum. Ég er með plastslöngur í þessu og sé hvernig hann verður hreinni og á endanum alveg tær.

Ég keypti eina á ebay. Svo keypti ég aðra hjá Hrafnkeli á brew.is, en það var bara heppni að hann átti stýringu handa mér. Það getur verið að hann lumi á annarri.
Life begins at 60....1.060, that is.
danieljokuls
Villigerill
Posts: 19
Joined: 13. Apr 2011 17:29

Re: Heimsmíði og pælingar

Post by danieljokuls »

snilld,

Ég er með pott sem er með botnventil og gróf sía (gatað riðfrítt stál) yfir honum og elementinu sem er í miðjum botninum á pottinum, þyrfti ég ekki að setja fínt net til þess að halda þessu frá ? tengja svo bara dælu við botnventilinn og dæla uppí aftur ?
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Heimsmíði og pælingar

Post by kalli »

Jú, ég keypti ryðfrítt net með um 2mm möskva í Poulsen. Það er bara að klippa það til og leggja yfir gataplötuna. Dælan fer í botnventilinn og slanga upp í pottinn. Ég á dælu að lána þér. Hún afkastar ekki miklu en gefur þér hugmynd um virknina.
Life begins at 60....1.060, that is.
Post Reply