Nokkrar spurningar

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Siggileelewis
Villigerill
Posts: 12
Joined: 17. Mar 2011 19:32
Location: Hafnarfjörður

Nokkrar spurningar

Post by Siggileelewis »

Sælir piltar. Eflaust eru þetta einföldustu spurningar í heimi fyrir flesta ykkar, en ég vil vera 100% viss um allt sem ég geri varðandi bruggið svo hérna eru nokkrar spurningar til ykkar:

1. Þarf ég að sótthreinsa sykurvogina í hvert skipti sem ég mæli sykurmagnið í bjórnum?
2. Þegar ég fleyti bjórnum yfir á dúnk nr 2, þarf ég þá að sótthreinsa hann áður?
3. Þarf ég að sótthreinsa flöskurnar sem ég tappa á?
4. Er bjórinn ónýtur ef vatnslásinn er hættur að búbbla, eða er búinn að vera hættur í nokkurn tíma?
5. Á ég að strá gerinu yfir lögunina og loka eða hræra því vel saman við lögunina?
6. Þegar ég er búinn að fleyta bjórnum yfir á dúnk númer 2, þarf ég að láta hann setjast í einhvern tíma áður en ég fleyti honum á flöskur?
7. Ég er að brugga 25 lítra af bjór. Hveru mikið magn af sykri á ég að leysa upp til að bæta út í dúnk nr 2?
8. Á ég að hræra viðbætta sykrinum vel saman við bjórinn áður en ég fleyti honum yfir á flöskur?
9. Er 22°C hiti ásættanlegur fyrir bjórlögun í gerjun?

Þakka ykkur fyrir. :beer:

Image
"No matter how you drink it, you’ll always be drinking distinctive flavor." Jack Daniels.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Nokkrar spurningar

Post by gunnarolis »

Flestum þessara spurninga hefur verið svarað hér áður í fyrri póstum, prófaðu að leita og skoða það sem hefur verið skrifað um þetta áður.

Ég mæli einnig með að þú lesir How To Brew eftir John Palmer sem er á netinu, þar færðu svar við öllum þessum spurningum og fleiri til.
Það er miklu betra að lesa sér aðeins meira til um þetta áður en maður byrjar frekar en að þurfa að læra allt erfiðu leiðina.

http://www.howtobrew.com" onclick="window.open(this.href);return false;

Síðan geturðu líka kíka á http://www.homebrewtalk.com" onclick="window.open(this.href);return false; og slegið inn í leitargluggan þar það sem þú vilt vita, flestum þeim spurningum sem þér dettur í hug að spurja hefur verið svarað þar.

Gangi þér vel með bruggið.
Kv Gunnar.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Nokkrar spurningar

Post by anton »

Til að svara mörgum spurningunum í stuttu máli. sótthreinsa allt sem snertir bjórinn, alltaf. Ekki hræra súrefni saman við bjórinn nema áður en þú skellir gerinu útí. Varðandi gerið, farðu eftir leiðbeiningum framleiðanda til að vera öruggur.

Varðandi sykurflotvogina... þá dreguru mælisýnið úr með einhverju sótthreinsuðu (sprautu með nál eða pípettu eða þannig) og ég mæli ekki með að setja það mælisýni aftur saman við. Svo að þótt flotvogin sé ekki sótthreinsuð...bara hrein..þá er það í lagi því að sá bjór sem snertir flotvogina fer í smakk og svo í ruslið.

Það eru reiknivélar á netinu sem hjálpa þér að finna rétt sykurmagn. Mæli með að nota forrit, t.d. beersmith, sem heldur utan um "allt ferlið" og getur reiknað flesta hluti út fyrir þig.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Nokkrar spurningar

Post by halldor »

Rétt hjá Gunnari að það er sniðugt að lesa How to Brew eftir Palmer.
Anton hittir einnig naglann á höfuðið...
en þar sem ég er einmitt í stuði til að svara svona spurningum þá ætla ég að gera það (afsakið ef ég er að endurtaka fyrri svör)

1. Þarf ég að sótthreinsa sykurvogina í hvert skipti sem ég mæli sykurmagnið í bjórnum?
Ef þú hefur það ekki í þér að hella þessum 100 ml í vaskinn þá myndi ég sótthreinsa flotvogina og mæliglasið. Ég mæli samt alls ekki með því að hella mælisýninu aftur í fötuna. Ef hins vegar þú ert að mæla áður en þú sýður virtinn þá er í góðu lagi að sleppa sótthreinsun og hella úr mæliglasinu aftur í pottinn.
2. Þegar ég fleyti bjórnum yfir á dúnk nr 2, þarf ég þá að sótthreinsa hann áður?
Já. Ég mæli með að þú kaupir þér Joðfór, t.d. á http://www.brew.is" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false; og notir það til að sótthreinsa "dúnkinn" áður en þú setur bjórinn í hann. Það er virkilega svekkjandi að hafa vandað sig við að gera góðan bjór og klúðra honum svo þegar þetta er næstum komið í höfn.
3. Þarf ég að sótthreinsa flöskurnar sem ég tappa á?
Já... sjá svar nr. 2
4. Er bjórinn ónýtur ef vatnslásinn er hættur að búbbla, eða er búinn að vera hættur í nokkurn tíma?
Nei. Það þýðir að gerið er búið að gerja það sem það ætlar sér að gerja.
5. Á ég að strá gerinu yfir lögunina og loka eða hræra því vel saman við lögunina?
Það eru skiptar skoðanir um þetta (allavega hér á Fágun). Ég strái yfirleitt yfir virtinn og loka. Þú færð fínan bjór í 95% tilfella og ættir að byrja á því að gera þetta svona, en lesa þér svo betur til um þetta og velja þá leið sem hentar þér tímalega og áhugalega (er það orð?)
6. Þegar ég er búinn að fleyta bjórnum yfir á dúnk númer 2, þarf ég að láta hann setjast í einhvern tíma áður en ég fleyti honum á flöskur?
Ef þú hefur aðgang að "köldu" rými (1-15°C) þá myndi ég hiklaust nota það í secondary (dúnk númer 2) í eina til tvær vikur til að leyfa gerinu að setjast betur (og hraðar) en auðvitað eru líka skiptar skoðanir hér með secondary og margir hér telja það aðeins auka hættuna á sýkingu og ekki gera neitt sem geymsla í flöskum myndi ekki gera á endanum. ATH þegar þú fellir gerið í gerjunarílátinu getur það þýtt að bjórinn er lengur að ná upp kolsýru á flöskum, en yfirleitt á þetta aðeins við um það þegar þú ert með bjórinn við mjög lágt hitastig í langan tíma. Kolsýran kemur á endanum enda eru alltaf einhverjir duglegir gerlar sem eru tilbúnir að vinna á meðan hinir hvíla sig.
7. Ég er að brugga 25 lítra af bjór. Hveru mikið magn af sykri á ég að leysa upp til að bæta út í dúnk nr 2?
Ég mæli eindregið með því sem Anton talar um; að kaupa þér Beer Smith forritið, sem hjálpar þér við að reikna út hæfilegt magn sykurs sem hentar þeim stíl, magni, og gerjunarhita bjórsins sem um ræðir. Auðvitað er hægt að nota hinar ýmsu reiknivélar á netinu til að finna þetta út, en Beer Smith (eða sambærilegt forrit) á eftir að vera ein besta (20$) bruggtengda fjárfestingin sem þú leggur í þar sem það hjálpar þér við gerð og utanumhald uppskriftanna þinna.
8. Á ég að hræra viðbætta sykrinum vel saman við bjórinn áður en ég fleyti honum yfir á flöskur?
Ég myndi hiklaust leysa sykurinn upp í sjóðandi vatni (um 250 ml af vatni fyrir 20-25 lítra lögn) áður en ég blanda honum út í bjórinn. Þú hellir sykurlausninni í (sótthreinsaða) fötu og fleytir síðan bjórnum ofan á sykurlausnina. Það er gott ráð að hræra aðeins upp í bjórnum þegar búið er að fleyta honum yfir... en passaðu þig að hræra varlega þar sem þú vilt ekki fá súrefni í bjórinn fyrir átöppun.
9. Er 22°C hiti ásættanlegur fyrir bjórlögun í gerjun?
Þetta hitastig hentar mörgum bjórstílum og gertýpum mjög vel en öðrum afar illa. Best er að lesa sér til um það hvert kjörhitastig þess stíls og gers, sem þú ert að nota hverju sinni er og reyna að halda sig þægilega innan þeirra marka sem gefin eru. Ef þú ert með hlutlaust ger þá skiptir ekki miklu máli hvar þú ert á skalanum (innan gefinna marka) en þegar þú ert með ger sem spilar stóra rullu í bragðinu á bjórnum (eins og til dæmis hveitibjórsger) þá fer hitastigið að skipta miklu máli.

Þetta er lengsta svar sem ég hef skrifað hér á Fágun og ef þú lest það ekki í gegn þá verð ég brjálaður :fagun:
Plimmó Brugghús
User avatar
atlios
Villigerill
Posts: 45
Joined: 4. Feb 2011 01:43

Re: Nokkrar spurningar

Post by atlios »

3. Þarf ég að sótthreinsa flöskurnar sem ég tappa á?
Er ekki rétt að benda honum á að sótthreinsa tappana líka. Það væri ansi svekkjandi að klikka á því eftir allt erfiðið :)
Í gerjun: Munich Helles BIAB (gerjað með ölgeri WB06)
Á flöskum: APA bee cave BIAB, Hvítur sloppur BIAB
Á óskalistanum: Jólabjór, Lager, Hafrastout, Irish red ale, IPA, Leffe clone, vienna og partu-gyle
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Nokkrar spurningar

Post by halldor »

atlios wrote:3. Þarf ég að sótthreinsa flöskurnar sem ég tappa á?
Er ekki rétt að benda honum á að sótthreinsa tappana líka. Það væri ansi svekkjandi að klikka á því eftir allt erfiðið :)
Ertu að segja að ég hefði átt að skrifa ítarlegra svar? ;)
Jú endilega sótthreinsa tappana líka.
Plimmó Brugghús
User avatar
atlios
Villigerill
Posts: 45
Joined: 4. Feb 2011 01:43

Re: Nokkrar spurningar

Post by atlios »

Hehehehehe alls ekki illa meint, en þetta var það eina sem vantaði í annars skotheldan póst!.. En ég bara varð að benda á það (fullkomnunarsinni) ;)
Í gerjun: Munich Helles BIAB (gerjað með ölgeri WB06)
Á flöskum: APA bee cave BIAB, Hvítur sloppur BIAB
Á óskalistanum: Jólabjór, Lager, Hafrastout, Irish red ale, IPA, Leffe clone, vienna og partu-gyle
Post Reply