Hveitibjór

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Hveitibjór

Post by viddi »

Lögðum í hveitibjór 23. mars með BIAB aðferðinni. 27 lítrar af vatni í 75l þvottapott, 2 kg Pale ale og 2 kg hveitimalt. 35 gr. af Mittelfrüh í 60 mínútur og 20 gr. af Mittelfrüh í 20 mínútur. Enduðum með 17 lítra af virti - grunsamlega mikil uppgufun. Bættum 2 l af vatni í og enduðum í 1.050 OG. 1 glas af #WLP400 eftir No-chill (gerjunarfatan reyndar sett í stóran bala sem í rann kalt vatn.) Gerjað við 22°. Mæling 30. mars sýndi 1.018. Vonaðist til að koma honum ögn neðar en er ekki vongóður um það. Næst verður gerður starter. Sýnið mjög bragðgott, etv. mátt hafa örlítið meira humlabragð.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
Post Reply