Púðusykur í bjórinn ?

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
Siggileelewis
Villigerill
Posts: 12
Joined: 17. Mar 2011 19:32
Location: Hafnarfjörður

Púðusykur í bjórinn ?

Post by Siggileelewis »

Sælir félagar. Ég var að leggja í 30 ltr bjór núna á miðvikud. Heppnaðist rosa vel og er byrjað að "prumpa" á fullu. Ég Notaði púðursykur í stað hrásykurs. Er einhver hér sem hefur prófað það áður?

Coopers Bitter og dökkur púðusykur. Snillingur sem kallar sig CraigTube á Youtube prófaði þetta í fyrsta skipti um daginn og hér er smökkunarvideoið:

http://www.youtube.com/watch?v=Kzguj0nsxiw

Mæli með því að þið kíkið á fleiri brew video með honum..
"No matter how you drink it, you’ll always be drinking distinctive flavor." Jack Daniels.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Púðusykur í bjórinn ?

Post by Oli »

Siggileelewis wrote:Snillingur sem kallar sig CraigTube á Youtube :

Mæli með því að þið kíkið á fleiri brew video með honum..
Er þetta grín eða hvað :D
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Púðusykur í bjórinn ?

Post by hrafnkell »

Oli wrote:
Siggileelewis wrote:Snillingur sem kallar sig CraigTube á Youtube :

Mæli með því að þið kíkið á fleiri brew video með honum..
Er þetta grín eða hvað :D
Haha ég var einmitt að pæla í því :D


Varðandi púðursykurinn þá er ekkert að því svosem.. Ég myndi samt sleppa sykrinum alveg og nota aðra extrakt dollu.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Púðusykur í bjórinn ?

Post by Oli »

hann er náttúrulega snillingur....bara á sinn eigin hátt :)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Siggileelewis
Villigerill
Posts: 12
Joined: 17. Mar 2011 19:32
Location: Hafnarfjörður

Re: Púðusykur í bjórinn ?

Post by Siggileelewis »

Ég held að þessu náungi sé ekki að grínast. Ég er að prófa þetta og þetta virðist vera á góðri leið með að verða frábær bjór. Hafið þið smakkað þetta?
"No matter how you drink it, you’ll always be drinking distinctive flavor." Jack Daniels.
User avatar
OliI
Kraftagerill
Posts: 70
Joined: 28. Aug 2010 10:42

Re: Púðusykur í bjórinn ?

Post by OliI »

Ég hef prófað að setja púðursykur í bjór, 150g púðursykur + 80g hunang í 20 L lögn og það var eðal. Uppskrift úr „Radical brewing“ (Altbier with a twist). Ég hins vegar asnaðist til að setja krydd út í bjórinn en það er nú önnur saga.
Ertu kannski í einhverju dramatísku sykurmagni?
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Púðusykur í bjórinn ?

Post by Oli »

Gerði coopers með sykri fyrir nokkrum árum síðan, þá var það vont. Smakkaði svoleiðis aftur í fyrra. þá var það ennþá vont og jafnvel verra. :D

Sumum finnst það gott og halda áfram að brugga, leiðast þá yfirleitt út í eitthvað viðameira eins og partial mash eða all grain. Sumir hætta þó alveg eftir að hafa búið til 1-2 kit af coopers með sykri með misgóðum árangri.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Púðusykur í bjórinn ?

Post by Classic »

Hann virðist í þessu af fullri alvöru, bara ekkert að drukkna í metnaði til að bæta aðferðirnar (og í erfiðleikum með að verða sér úti um hráefni, greinilega ekkert til sem heitir fagun.ca :P ). Svo sem ágætt að fylgjast með honum til að læra fyrstu skrefin, en ég held að flestir fari mjög fljótlega framúr honum, og maður fær svolítið á tilfinninguna með þessi nýju ævintýri hans með sérmalt og extract að hann sé svolítið mikið að "gera bara eitthvað". En mér finnst fínt að skoða þetta til að sjá handtökin þótt hann vilji blaðra heldur mikið í kringum þetta, sem er kannski bara kostur, í minningunni voru kennararnir sem maður nennti helst að hlusta á í skóla þeir sem þvældust mikið útfyrir efnið :P "Snillingur á sinn eigin hátt" eins og orðað var hér að ofan lýsir þessu ágætlega. En ég myndi ekki taka bragðprufurnar of alvarlega, virðist fíla allt sem hann gerir, enda má það svo sem mögulga vera að það sé skárra en glundrið sem hann tímir að kaupa tilbúið. Ég myndi samt ekki búast við neinum súper bjór fyrir því, maðurinn er augljóslega að mestu drifinn áfram í bjórgerðinni af nísku :P
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Siggileelewis
Villigerill
Posts: 12
Joined: 17. Mar 2011 19:32
Location: Hafnarfjörður

Re: Púðusykur í bjórinn ?

Post by Siggileelewis »

Orðið "snillingur" virðist eitthvað vera að misskiljast hérna og menn að taka það bókstaflega.
Ég orðaði setninguna nú bara svona. Hinsvegar hefur Craig heimabruggað bjór í 30 ár og veit nokkuð mikið um hvað hann er að tala.


Þetta video sem ég setti inn var nú bara "taste" videoið hans af ósköp venjulegum Coopers light brugguðum með dökkum púðursykri. Bruggvideoið er hér: http://www.youtube.com/watch?v=HVMPC31r5SY

Ég er nýr hér á spjallinu og er töluvert nýlega byrjaður að brugga aftur. Afsakið mig ef ég kem með kjánalegar færslur. Hvað um það.

OliI: Ég setti 1 kg af púðursykri út í lögnina plús dass af strásykri. Kíló af púðursykri hefur auðvitað
ekki sama sykurmagn og strásykur svo ég skerpti aðeins á með viðbót af hvítum strásykri.

Oli: Ég skil ekki hvað þú meinar með að þú hafir gert Coopers með sykri. Þarf ekki sykur í allar bjórlagnir?

Classic Góð athugasemd hjá þér ;) mæli samt með að þú kíkir á fleri brew og taste video með Craig. Hann hefur nokkuð til málana að leggja.
"No matter how you drink it, you’ll always be drinking distinctive flavor." Jack Daniels.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Púðusykur í bjórinn ?

Post by Oli »

Siggileelewis wrote:
Oli: Ég skil ekki hvað þú meinar með að þú hafir gert Coopers með sykri. Þarf ekki sykur í allar bjórlagnir?

Jú rétt, auðvitað þarf að hafa sykrur sem gerið notar til gerjunar og býr til alkóhól og CO2.
Venjulega er langstærsti hluti þess sykurs maltósi, ekki glúkósi eða súkrósi (strásykur). Þú færð allt aðra útkomu (og betri) ef þú notar maltextrakt í stað strásykur eða púðusykurs í næsta coopers kitti, mæli með því að þú prófir það næst.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
OliI
Kraftagerill
Posts: 70
Joined: 28. Aug 2010 10:42

Re: Púðusykur í bjórinn ?

Post by OliI »

Með þessum „kittum“ og kíló af sykri vill koma bragð sem gjarna er líkt við græn epli. Við erum ófáir sem höfum bragðað slíkt. Það kemur hins vegar bragð af stolti á smökkunardegi sem er óborganlegt og vegur á móti.
Menn hafa líka sleppt sykri og og helmingað vatnsmagnið, sett 2 kit og sleppt sykri eða farið bil beggja; minnkað bæði sykur- og vatnsmagnið.
Það er ekki að heyra að neinn hér á spjallinu hafi prófað púðursykurinn (sem er venjulegur sykur með melassa). Þar af leiðandi er bara ein leið til að komast að því hvernig þetta kemur út; prófa. Þú mættir svo gjarna pósta hvernig þetta smakkast.
Siggileelewis
Villigerill
Posts: 12
Joined: 17. Mar 2011 19:32
Location: Hafnarfjörður

Re: Púðusykur í bjórinn ?

Post by Siggileelewis »

Oli wrote:
Siggileelewis wrote:
Oli: Ég skil ekki hvað þú meinar með að þú hafir gert Coopers með sykri. Þarf ekki sykur í allar bjórlagnir?

Jú rétt, auðvitað þarf að hafa sykrur sem gerið notar til gerjunar og býr til alkóhól og CO2.
Venjulega er langstærsti hluti þess sykurs maltósi, ekki glúkósi eða súkrósi (strásykur). Þú færð allt aðra útkomu (og betri) ef þú notar maltextrakt í stað strásykur eða púðusykurs í næsta coopers kitti, mæli með því að þú prófir það næst.

Glæsilegt að vita. Hvar kaupi ég svoleiðis? Bara í Ámunni?
"No matter how you drink it, you’ll always be drinking distinctive flavor." Jack Daniels.
Siggileelewis
Villigerill
Posts: 12
Joined: 17. Mar 2011 19:32
Location: Hafnarfjörður

Re: Púðusykur í bjórinn ?

Post by Siggileelewis »

OliI wrote:Með þessum „kittum“ og kíló af sykri vill koma bragð sem gjarna er líkt við græn epli. Við erum ófáir sem höfum bragðað slíkt. Það kemur hins vegar bragð af stolti á smökkunardegi sem er óborganlegt og vegur á móti.
Menn hafa líka sleppt sykri og og helmingað vatnsmagnið, sett 2 kit og sleppt sykri eða farið bil beggja; minnkað bæði sykur- og vatnsmagnið.
Það er ekki að heyra að neinn hér á spjallinu hafi prófað púðursykurinn (sem er venjulegur sykur með melassa). Þar af leiðandi er bara ein leið til að komast að því hvernig þetta kemur út; prófa. Þú mættir svo gjarna pósta hvernig þetta smakkast.

Frábærar upplýsingar. Takk fyrir. Ég mun svo sannarlega leggja in skilaboð inn á "Dómar" þegar ég hef smakkað fyrsta bjórinn.
"No matter how you drink it, you’ll always be drinking distinctive flavor." Jack Daniels.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Púðusykur í bjórinn ?

Post by Oli »

Siggileelewis wrote:
Oli wrote:
Siggileelewis wrote:
Oli: Ég skil ekki hvað þú meinar með að þú hafir gert Coopers með sykri. Þarf ekki sykur í allar bjórlagnir?

Jú rétt, auðvitað þarf að hafa sykrur sem gerið notar til gerjunar og býr til alkóhól og CO2.
Venjulega er langstærsti hluti þess sykurs maltósi, ekki glúkósi eða súkrósi (strásykur). Þú færð allt aðra útkomu (og betri) ef þú notar maltextrakt í stað strásykur eða púðusykurs í næsta coopers kitti, mæli með því að þú prófir það næst.

Glæsilegt að vita. Hvar kaupi ég svoleiðis? Bara í Ámunni?
þetta fæst í vínkjallaranum að ég held.
svo mæli ég með howtobrew.com ef þú vilt fræðast betur um bjórgerð.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Post Reply