Seinni gerjun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
siggis
Villigerill
Posts: 17
Joined: 3. Oct 2010 23:14

Seinni gerjun

Post by siggis »

Sælir
Ég var að setja slatta í secondary í gær . Eru menn e-ð sérstaklega að spá í súrefni í fötunum sem bjórinn fer í ?
Þ.e. ég setti bjórinn í þessar klassísku 20L plastfötur og bjórinn nær náttúrulega ekki alveg upp að lokinu og því væntanlega svolítið af súrefni í fötunni.
Ég las einhvers staðar að maður þyrfti að passa að hafa ekkert súrefni þegar sett er í secondary.
Hafa menn einhverjar skoðanir á þessu ?
Verð ég kannski að taka seinni gerjun í gleríláti sem mjókkar í efri endann ?
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Seinni gerjun

Post by kristfin »

ef það er einhver gerjun eftir, þá fyllist þetta svæði með kolsyru stax. engar áhyggjur.
ef þú ert að hugsa um secondary í einvherja mánuði er betra að nota gler, en ef þú getur fundið bragðmun ertu góður
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
siggis
Villigerill
Posts: 17
Joined: 3. Oct 2010 23:14

Re: Seinni gerjun

Post by siggis »

þetta var búið að gerjast í um 9 daga og komið niður í 1,007 úr 1,042 OG.
Semsagt gerjun búin að mestu leyti
En er ekki alltaf e-ð eftir af geri í vökvanum sem klárar súrefnið ? Þetta er við 18 gráður
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Seinni gerjun

Post by atax1c »

Ef þú hefur miklar áhyggjur gætirðu hreyft varlega við fötunni til að fá smá hreyfingu á bjórinn án þess að það sullist til.

Þá ætti að losna smá co2 sem er í bjórnum eftir gerjun sem myndar smá vörn ;)
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Seinni gerjun

Post by halldor »

Ef þú býrð svo vel að eiga kolsýrukút þá er ekki vitlaust að dæla smá kolsýru í secondary fötuna áður en þú fleytir bjórnum yfir. Kolsýran sest á botninn og liggur ofan á bjórnum þegar hann er kominn í fötuna. Við strákarnir erum að byrja að tileinka okkur þetta núna þar sem við secondary-um alla bjóra sem við gerum.
Plimmó Brugghús
Post Reply