Sælir
Ég var að setja slatta í secondary í gær . Eru menn e-ð sérstaklega að spá í súrefni í fötunum sem bjórinn fer í ?
Þ.e. ég setti bjórinn í þessar klassísku 20L plastfötur og bjórinn nær náttúrulega ekki alveg upp að lokinu og því væntanlega svolítið af súrefni í fötunni.
Ég las einhvers staðar að maður þyrfti að passa að hafa ekkert súrefni þegar sett er í secondary.
Hafa menn einhverjar skoðanir á þessu ?
Verð ég kannski að taka seinni gerjun í gleríláti sem mjókkar í efri endann ?