Var að smakka flösku af pale ale sem ég tappaði á flöskur fyrir um 10 dögum eftir 2vikna gerjun og það er mjög mikið alkóhól bragð af bjórnum
Mynduð þið halda að þetta sé eitthvað fusel alkóhól sem hefur orðið til við gerjun sem ég er að bragða á eða gæti þetta verið bara vegna þess hversu ungur bjórinn er?
Uppskriftin var:
4,5kg Pale Ale og 1,5kg Munich
35g EK Goldings 60mín og 10g EK Goldings 10mín
kældi ekki eftir suðu en lét kólna í gerjunarfötunni uþb sólarhring en það gæti verið að virturinn hafi ennþá verið um 22-23°C.
Hristi svo gerjunarfötuna hressilega til að fá súrefni í virtinn.
Gerjun var byrjuð í fötunni svona 12tímum seinna og kláraðist að mestu leiti á ca 3 dögum við uþb 16-19°C
Setti síðan gelatínblöndu útí gerjunarfötuna 3 dögum áður en bjórinn fór á flöskur.
Hef aðeins gert 2 aðra bjóra sem eru komnir á flöskur og hef ekki tekið eftir þessu í þeim. Þessi varð reyndar um 6,5% en ég hefði ekki haldið að það myndi skila sér í svona miklu alkóhól bragði.
Hærri alkóhól prósenta kallar oft á meira af humlum... allavega mitt álit.
Munur á 5.5% og 6.5% er ekki "1%" heldur, í raun ertu með 15% meira alkóhól, svo dæmi sé tekið. Því er 15% meira alkóhólbragð.
anton wrote:Hærri alkóhól prósenta kallar oft á meira af humlum... allavega mitt álit.
Munur á 5.5% og 6.5% er ekki "1%" heldur, í raun ertu með 15% meira alkóhól, svo dæmi sé tekið. Því er 15% meira alkóhólbragð.
Þetta hef ég ekki heyrt né lesið áður. Viltu útskýra nánar?
Annars er jú "eldsneytisbragðið" jafnan tengt háu gerjunarhitastigi. Ef virtin var enn um 22°C þegar þú settir gerið saman við, þá myndi ég ekki gera ráð fyrir miklum hitabreytingum á næstu 36 tímunum í það minnsta, við þessar kringumstæður. Þá er gerið komið á fullan skrið, og mjög hitamyndandi.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
anton wrote:Hærri alkóhól prósenta kallar oft á meira af humlum... allavega mitt álit.
Munur á 5.5% og 6.5% er ekki "1%" heldur, í raun ertu með 15% meira alkóhól, svo dæmi sé tekið. Því er 15% meira alkóhólbragð.
Þetta hef ég ekki heyrt né lesið áður. Viltu útskýra nánar?
.
Ég er lélegur kennari, svo sennilega á ég bara eftir að flækja hlutina, en þetta snýst um muninn á prósentum og prósentustigum, aukning úr 5,5% í 6,5% er jú aukning um eitt prósentustig, en það þýðir að það er 15 prósentum meira alkohól í flöskunni.
Til að reyna að stýra okkur frá þessum ruglingi með prósentur og prósentustig, hættum aðeins að hugsa um áfengisprósentu, en teljum þess í stað áfengismillilítrana í 330ml flösku, en þá erum við að fara úr 18,15ml í 21,45ml, sem er jú aukning um 15%
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
"15% meira áfengisbragð" er það sem stakk mig. Takk samt fyrir tölurnar, Classic.
Ég hef bragðað áfengismikla bjóra af ýmsum gerðum, byggvín og fleira. Sumum hefur tekist vel að dylja áfengismagnið með bragði og lykt, upp undir 12%.
En Anton; ég legg til að þú "gleymir" bjórnum þínum bara einhversstaðar í dágóðan tíma. Minnir að Jens hér á spjallinu hafi upplifað eitthvað svipað, en eftir nokkra geymslu hafi bragðið lagast. Ef ekki, þá rekur Eyvindur förgundardeild, og ég veiti "eiturefnunum" móttöku.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Idle wrote:"15% meira áfengisbragð" er það sem stakk mig. Takk samt fyrir tölurnar, Classic.
Ég hef bragðað áfengismikla bjóra af ýmsum gerðum, byggvín og fleira. Sumum hefur tekist vel að dylja áfengismagnið með bragði og lykt, upp undir 12%.
En Anton; ég legg til að þú "gleymir" bjórnum þínum bara einhversstaðar í dágóðan tíma. Minnir að Jens hér á spjallinu hafi upplifað eitthvað svipað, en eftir nokkra geymslu hafi bragðið lagast. Ef ekki, þá rekur Eyvindur förgundardeild, og ég veiti "eiturefnunum" móttöku.
Akkúrat.
En, þetta er ekki minn bjór, heldur Örvars . Ég hef sjálfur gert sterka bjóra, málið er bara að humlarnir þurfa að vera í samhengi við styrkleikan - fyrir minn smekk. en það er líka margt annað sem getur valdið ójafnvægi eins og þið nefnið.
miðað við 23 lítra og 75% nýtingu, ertu með bjór sem er um 23 IBU en OG um 1062, það gerir biturleikahlutfall upp á 0,38, sem er alltof lágt. ætti að vera amk 0,7, því finnurðu svona mikið fyrir alkahólbragðinu.
67 grömm við 60 mín
og
20 við 10 mín
hefðu gefið þér svona 45 IBU og 0,73 í bitterness ratio, sem smellpassar við apa
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
bjórinn mellowast með tímanum. ekki málið. drekkur hann bara svellkaldann. skál!
síðan er ráð að taka mælingu preboil og bera saman við áætlað preboil. ef það er mikill munur, þá geturðu lagað til með því að breyta suðutíma, bæta við sykri eða breyta humlamagni.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
tók preboil mælingu og áttaði mig þá á nýtninni og OG mælingin passaði vel við preboil mælinguna.
Ég vissi bara ekki að ibu/gu hlutfallið skipti miklu máli.
En ég veit það allavega núna og veit þá hvernig á að bregðast við næst