nIceguy wrote:
Annað, má nota hafraflögur og hveiti í extract? Hef verið að skoða það og það virðast vera blendnar meiningar um það.
Já að sjálfsögðu, en það þarf að fara rétt að. Maður þarf að meskja. Það er samt mun auðveldara en margan grunar. Fyrst að malt extract er uppistaða kolvetna í virtinum, þá þarf ekki nema stóran pasta pott og einhverja aðferð til þess að síja, t.d. stór nælonpoki, stórt eldhússigti.
Maltað hveiti: Það eru ensím í möltuðu hveiti sem að umbreyta sterjum í sykrum, því þarf bara að leggja hveitið, segjum, 0,5 kg (þetta er bara það magn sem að kom upp í kollinn), í 1,5 L af vatni (0,5*3=1,5 það er hægt að stjórna ýmsu með malt:vatn hlutföllum, en við skoðum það bara síðar). Það má bara byrja kalt og hita svo á hellu þangað til að hrostinn er kominn í ca 65-70C og leyfa því svo að standa í 60 mín. Svo síjar maður bara virtinn frá og hellir útí extract suðuna. Ekkert mál
Hafrar: Sama og fyrir maltað hveiti, en maður þarf að meskja hafra með ögn af ljósu malti þar sem að hafrar eru ensímlaus.
Ómaltað hveiti: Er aðjúnkt sem að ég nota mikið (belgískir hveitibjórar í uppáhaldi

). Til þess að nýta þá að einhverju leyti þarf aðeins flóknari aðferð. Blanda ómaltað hveiti með smá ljósu malti og hita upp í 65C, leyfa því að standa í 15 min. Kveikja svo aftur uppí hellunni og sjóða hrostann í 15 min. Blanda því svo saman við kaldan hrosta með ljósu malti til svo að blandan endi í ca 65-70C, leyfa svo að standa í ca 60 min. Síja svo virtinn frá og bæta útí extract suðuna.
Þetta er frekar gróf útlisting, bara svona svo að þið fáið hugmynd um hvernig að þetta virkar. En það að meskja er í grófum dráttum ekkert flóknara en þetta. Ef að maður meskir 0,5 kg af hveitimalti einsog ég tók sem dæmi, þarf maður ekki stærri pott en svona 4L. Það ætti svo að skila í bjórnum eitthvað af fyllingu og þétta froðu.
