Sælir
Ég hef verið í vandræðum með að ná vökvanum úr suðutunnunni eftir suðu því eftir e-n tíma þá er humlajukkið farið að setjast á klósettbarkann góða og hindra flæðið út.
Einhvers staðar heyrði ég að menn væru að setja humlana í nælonpoka ofan í suðutunnuna til fá minna grugg í virtinn.
Kannast e-r við þessa lausn ?
Ef svo er hvernig er best að græja þetta, þ.e. hvar fær maður efni sem virkar í þetta ?
Sigurður S