Fágun stendur fyrir bjórsmökkun í samstarfi við Elg heildverslun á Vínbarnum mánudaginn 21. mars kl. 20:30.
Bjórtegundirnar sem við munum smakka eru ekki af verri endanum enda koma þær frá The Boston Brewing Company (Samual Adams) og Anchor Brewing.
Fyrirkomulagið smökkunar verður með formlegum hætti og þarf hver að skrá niður einkunn fyrir lykt, útlit, bragð og heildareinkunn hvers bjórs. Hópurinn kemur sér síðan saman um sameiginlega lýsingu á bjórnum. Stjórnin mun síðan í framhaldi setja dómana og lýsingarnar á vef félagsins.
Vinsamlegast látið vita hvort þið ætlið að mæta svo hægt sé að áætla fjölda bjóra sem þarf.
Ekki sakar að taka með sér heimabruggaðan bjór að heiman og leggja inn hjá vertinum, enda leggur hann í té húsnæðið okkur að kostnaðarlausu.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs Á Kút: Hrísgrjónalager Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
Það var ekki hópferð með mér ... ég er búinn að vera að vinna hérumbil sleitulaust frá laugardegi og kemst ekki frá verkinu til að fara í smökkun :s
Sorry.
Ég vil byrja á að þakka öllum sem mættu í gærkvöldi og smökkuðu bjóranna. Því miður var lokað á Vínbarnum en Kristján sá um að hýsa okkur og naut góðs af í lokin þar sem afgangsbjórar urðu eftir hjá vertinum.
Alls mættu 7 aðilar og meðfylgjandi er niðurstaðan:
Old Foghorn og VITUS skoruðu hæst en mjög mjótt var á mununum á þessum tveimur bjórum. Báðir bjórarnir eru feiknargóðir og mælum við eindregið með að kaupa þá og smakka. Jólabjórinn frá Anchor var mjög hátíðlegur og kom fast á hælanna á tveimur efstu. Næstu bjórar fengu svipaðar einkunnir en Road Dog og sérstaklega Duff fengu áberandi lakari dóma en hinir.
Meðfylgjandi eru umsagnir frá gagnrýnendum.
1. Anchor Old Foghorn 84,6%
Rúsínur, döðlur, sherrý. Möltuð karamella, fallegur koparlitur, lítill haus sem fellur fljótt. Skemmtileg blanda með góðu eftirbragði. Vel humlaður, örlítið oxaður og vottur af sýru. Frábær bjór.
2. VITUS Weissen Bock 83,1%
Mjög góður hveitibjór. Gott jafnvægi, áfengur, líflegt banana og ávaxtabragð. Fylling góð, stóri bróðir venjulegs hveitibjórs. Frábær með mat.
3. Anchor Christmas Ale 76.0%
Mikil kryddlykt, þurr ristun í lokin. Sætur, brennd beiskja, léttir sítrus humlar. Mikið kryddbragð, hátíðlegur, mikil gæði í glasi.
4. Samual Adams Black Lager 73.7%
Góð froða, dökkrauður og góðu jafnvægi. Kaffi ristaður, mikil fylling og mjúkur. Kolsýra passleg. Sérstaklega góð lykt.
5. Tradition Bayrisch Dunkel 73.1%
Fallegur í glasi, góð maltlykt, tær. Sæt lykt, brennd karamella, góð beiskja. Létt kolsýrður, mikil fylling. Bítur lengi í munni, snarpur í bragði. Mjög góður
6. Hefe Weissbier Dunkel 70.6%
Ávaxta og bananalykt. Örlítið malt, ristaður tónn. Vel kolsýrður, góð lykt. Örlítið skýjaður, vottur af karamellu, kryddaður. Litlir esterar.
7. Hefe Weissbier 70.1%
Sæt ávaxtalykt, banani. Góð froða sem helst ágætlega. Vel skýjaður. Banani í bragði, kryddaður, negull. Áberandi esterar. Góður hveitibjór.
8. Road Dog Porter 64.0%
Ristað bragð, lætur lítið yfir sér. Vantar meira malt, beiskju, karamellu og kaffi. Frekar ljós á lit, nokkuð brenndur en vantar jafnvægi. Áfengisbragð nokkuð áberandi. Ekkert súkkulaði og lítil fylling.
9. Duff 47.1%
Sæt lykt, lítur vel út en vantar malt og beiskju. Of sætur með litla fyllingu. Haus er lítill. Vantar character.
Ég þakka kærlega fyrir gott kvöld og góðann bjór. Elgur á heiður skilinn fyrir að hafa skaffað bjórinn. Gott klapp á bakið til þeirra. Fleiri mættu endilega feta í fótsporin.
Þetta var mjög gaman, góður bjór, góður félagsskapur og hressandi umræður.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.