Skemmdur bjór

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
siggis
Villigerill
Posts: 17
Joined: 3. Oct 2010 23:14

Skemmdur bjór

Post by siggis »

Sælir
Mig langaði að spyrja ykkur út í sýktan bjór. Ég er nýbúinn að henda í APA lögn og tók kassa með mér norður í frí.
Bjórinn smakkast afbragðsvel og lyktin góð en ég fékk í magann eftir einn bjórinn og lét hann því eiga sig og fór í ríkið. Hann var tiltölulega nýkominn á flöskur ( 10 dagar ) þegar ég drakk flöskuna. Bruggunin tókst vel í alla staði nema mér fannst loft vera að komast með í slönguna þegar ég var að tappa á flöskurnar.
Því spyr ég. Hvað getur málið verið?
Það sem mér dettur í hug er: bjórinn hefur verið að hristast á leið norður og e-ð hefur komist í magann á mér sem átti eftir að falla í botninn, bakteríusýking í flöskunni, bjórinn of ungur, vandamál vegna lofts sem komst í flöskuna ???
Hvað haldið þið ?

Sigurður S
User avatar
flang3r
Villigerill
Posts: 26
Joined: 20. Aug 2010 22:16

Re: Skemmdur bjór

Post by flang3r »

Ég held það sé ólíklegt að hann sé sýktur.

Helltiru bjórnum í glas eða drakkstu hann beint úr flöskunni ?

10 dagar eru náttúrlega stuttur tími en ætti að vera allt í lagi.
Það er þekkt vandamál með flest allt ger í bjór hjá heimabruggurum að það myndast mikið loft þegar líkaminn fer að melta gerið.
Þetta er það fyrsta sem mér datt í hug.

Ég held að það færi nefnilega ekki á milli mála ef bjórinn væri sýktur hjá þér.
Á flöskum: APA
Í gerjun: Ekkert :(
Næsta uppskrift: Hugsanlega Stout eða Porter
Gerjað: APA, Brown Ale
AG Bjór alls: 86 lítrar
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Skemmdur bjór

Post by atax1c »

Veit ekki með magakrampa og slíkt, en það er ekkert sem getur lifað í bjórnum sem gæti skaðað þig þannig séð.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Skemmdur bjór

Post by kristfin »

ef bjórinn kláraði sykurinn sinn, þeas byrjaði í 1040 og endaði í 1010 eða eh sambærilegt, þá er hann áfengur. það eru litlar líkur á því að þú getir klúðrað þessu eftir að þetta kemur á flöskur, en þó hægt að fá súrt ger í heimsókn ef þetta var allt opið fyrir súrefni.

ef bjórinn súrnar, þá er það auðþekkt, hann verður súr, braðgast eins og súrkál. ef það er ekki súrkálsbragð eða eitthvað agalegt að honum, geymdu hann þá bara og gúffaðu honum í þig.

gefðu okkur að smakka á mánudagsfundi
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
siggis
Villigerill
Posts: 17
Joined: 3. Oct 2010 23:14

Re: Skemmdur bjór

Post by siggis »

Bjór er ca 5% og ég drakk hann að sjálfsögðu úr glasi. Svo þetta mál er allt hið undarlegasta
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Skemmdur bjór

Post by hrafnkell »

Var nokkuð gamall sígarettustubbur í flöskunni? :)

Það gæti verið erfitt að kenna bjórnum um magapínuna..
User avatar
smar
Villigerill
Posts: 42
Joined: 1. Jul 2010 07:42
Location: Selfoss

Re: Skemmdur bjór

Post by smar »

Er það ekki með heimabruggaðan bjór eins og maltið frá ölgerðini, Bætir, hressir, kætir, gefur hraustlegt og gott útlit.

Var það ekki eikkhvað svona sem stóð á flösunum í denntíð.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Skemmdur bjór

Post by Eyvindur »

Ef þú útilokar að einhver efni hafi komist í bjórinn er ekki smuga að bjórinn hafi valdið magapínunni. Eins og bent var á að ofan lifa engar bakteríur í bjór sem eru skaðlegar mönnum. Ger getur valdið vindgangi, en það er allt og sumt. Ég held að það hljóti að hafa verið eitthvað annað en bjórinn.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Skemmdur bjór

Post by anton »

Það bætir þó óneytanlega ansi vel í gerlaflóruna í óæðri endanum ef maður drekkur botnfallið út nokkrum flöskum. Það sem getur gerst við flutning er að hluti botnfallsins leysist upp, þá er gott að geyma í svolitla stund áður en svo er drukkið.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Skemmdur bjór

Post by Bjössi »

IPA fór í niðurfall hjá mér um daginn 26 ltr
Mig grunar að hafi komið sýking þegar strákurinn (3 ára) prílaði uppá tunnuna, og þegar þegar hann steig af lokinu þá sogaðist úr vatnslás í virtinn
Post Reply