Olíubrák á virtanum?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
gylfisig
Villigerill
Posts: 9
Joined: 3. Mar 2011 18:23

Olíubrák á virtanum?

Post by gylfisig »

Sælir.

Við félagarnir gerðum okkar fyrstu tilraun til að brugga bjór núna um helgina og við teljum allt hafa gengið vel nema við höfum eina spurningu.

Við reyndum eftir fremsta megni að gæta mikið uppá hreinlæti og notuðum einungis Glyserín Joðafór sem við blönduðum 10ml(Tappi) í 10L. Okkur var sagt að þetta væri skolfrítt en við reyndum nú samt að skola allt eftir bestu getu.

Eftir kælingu þá dældum við virtanum úr suðupottinum í gerjunarílát og sótthreinsuðum að sjálfsögðu ílátið og líka slönguna en það gæti mögulega verið að við höfum ekki skolað nógu vel úr henni að innan. Slangan hafði legið í Joðafórlausn yfir alla nóttina og létum tvær til þrjár bunur að vatni leka í gegnum slönguna.
Þegar virtinn var síðan kominn yfir í gerjunarílátið var froða yfir honum öllum og eins og svona olíubrák sem glampaði.
Við ákváðum nú samt setja ger yfir virtann og lokuðum fyrir með vatnslás. Teljið þið að þessi bjór verði ódrekkjanlegur eða teljið þið jafnvel að muni ekkert gerjast? Hafið þið lent í svipuðu?

Takk fyrir
Kveðja Gylfi
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Olíubrák á virtanum?

Post by anton »

nr.1 . Markmiðið með skolfrí er að skola ekki. Heldur bara láta renna af. Ef þú skolar með kranavatni svo, gætiru alveg eins slept því að nota joðófór. Eða svona nánast. Skolfrí = ekki skola...

nr 2. Þú VILT hafa MIKLA froðu, MIKIÐ súrefni í virtinum áður en þú dembir gerinu útí. Hvað varðar olíubrák, þá er það kannski annað mál, gæti verið olía hafi veri í einhverjum fittings sem notaðir voru? Hvernig var það frágengið?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Olíubrák á virtanum?

Post by hrafnkell »

Það er ekkert að bjórnum. Ég get næstum ábyrgst það :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Olíubrák á virtanum?

Post by Eyvindur »

Ef þú hefðir séð olíubrák eftir nokkra daga eða vikur hefði ég haft áhyggjur af sýkingu, en hún gæti litið þannig út. En ef þetta var strax eftir suðu er líklegast að eitthvað smáræði af einhverju feitu hafi komist í þetta í ferlinu, sem er mjög ólíklegt að sé áhyggjuefni. Ef þú sérð þetta ennþá þegar þú fleytir bjórnum til að tappa á flöskur, reyndu þá að fleyta undan þessu - hættu að fleyta þegar brákin nálgast inntakið á hævertinum. Ef einhver fita er í bjórnum gæti hann orðið hauslaus, en ég geri ráð fyrir að þú hafir ekki verið með einhver eiturefni nálægt þessu, þannig að þetta ætti að vera í himnalagi.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Olíubrák á virtanum?

Post by Eyvindur »

Að þessu sögðu er bjórinn þinn ónýtur og þú verður að senda mér hann í förgun.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
gylfisig
Villigerill
Posts: 9
Joined: 3. Mar 2011 18:23

Re: Olíubrák á virtanum?

Post by gylfisig »

Takk fyrir þetta. Sendi þér virtann þegar ég búinn að tappa. :)
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Olíubrák á virtanum?

Post by gunnarolis »

Ég hef lent í þessu líka og fleiri sem ég þekki sem hafa verið að brugga, það er að það komi svona litir ofaná bjórinn eins og þegar olíudropi fellur í poll og sól skín á hann. Það var samt ekkert að bjórnum og ég hef ekki ennþá komist að því hvers vegna þetta er.

Hinsvegar langar mig að leiðrétta þig aðeins, virt er bara virt þangað til að hann byrjar að gerjast (mundi ég segja).
Eftir að virturinn hefur gerjast er hann einfaldlega orðinn bjór...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Olíubrák á virtanum?

Post by Eyvindur »

Já, virtir er ógerjaður bjór.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply