Móri - uppskrift

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
snorripet
Villigerill
Posts: 9
Joined: 1. Feb 2011 22:59

Móri - uppskrift

Post by snorripet »

Sælir, mig langar óskaplega að geta bruggað bjór sem getur gefið mér jafn mikið (eða svipað) og Móri.

Er einhver með einhverja vitneskju um einhverja uppskrift sem gefur svipaða niðurstöðu.

Hérna er eitthvað um móra sem ég fann á heimasíðunni en ég er ekki beinlínis að biðja um rippoff heldur bara meira úr þessari deild.


Malt: 6 tegundir byggmalt 1 tegund hveitimalt
Humlar: First Gold, Cascade, Goldings og Fuggle.
Ger: Ölger
Annað:
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Móri - uppskrift

Post by Eyvindur »

Þetta er í ætt við írskt rauðöl, en reyndar með flóknari maltsamsetningu en vaninn er í því. Ég myndi giska á að þarna væri einhver samsetning af misdökku kristal malti (þ.á.m. carapils), smá ristað bygg (mjög lítið) og svo auðvitað hveiti. Jafnvægið yrði tricky.

Humlana má leika sér með. Notaðu þá sem hafa hæstu alfa sýruna (First Gold?) sem beiskjuhumla og reyndu svo að finna heppilega dagskrá. Best er að þefa af humlunum og bera saman við bjórinn. Þeir humlar sem þú finnur mesta lykt af í bjórnum fara síðast út í (gætu farið oft, reyndar).

Ég myndi gerja þetta með S-04 eða US-05 (það er svo langt síðan ég smakkaði Móra að ég man ekki hvernig ester prófíllinn er). S-04 er líklegra, þar sem það er jú enskt.

Vona að þetta hjálpi eitthvað.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Móri - uppskrift

Post by Oli »

Sæll, hér er uppskrift að rauðöli sem við gerðum, mjög svo í áttina að Móra.

Pale Ale Malt 32%
Munich I Malt 28%
Pilsner Malt 22%
CaraPils 5%
CaraMunich II 5%
Wheat Malt 5%
CaraAroma 3%
(Carafa Special III notað til að ná lit upp í 15 SRM)
14 IBU First Gold (60 mín)
3 IBU Fuggles (5 mín)
3 IBU Cascade (5 mín)
3 IBU EK Goldings (5 mín)

S-04, gerjað við 18°C.
Mesking við 67°C í klukkutíma.
90 mínútna suða.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Móri - uppskrift

Post by gunnarolis »

Af brugghus.is


Móri - rautt öl

Móri er stóri bróðir skjálfta en inniheldur heldur fjölbreyttara úrval af malti og heldur meira af humlum. Móri er flókinn og bragðmikill öl.


Malt: 6 tegundir byggmalt 1 tegund hveitimalt

Humlar: First Gold, Cascade, Goldings og Fuggle.

Ger: Ölger

Styrkleiki: 5,5% Alc

Bragð: Léttristað malt, karmella, örlítil sæta og ávaxtakeimur í eftirbragði.

Matur: Móri er bestur með bragðmiklu kjöti en kannski fyrst og fremst steiktu eða grilluðu kjöti. Móri stendur fullkomlega undir sínu einn og sér.

Sagan: Móri heitir eftir Kampholts Móra sem er frægur draugur hér í sveitinni. Móri mun hafa sést einusinni í Ölvisholti fyrir mörgum árum. Ölið Móri er virðingarvottur við ungan dreng sem drukknaði fyrr á öldum eftir að hafa verið úthúst þegar hann beiddist gistingar á bæ nokkrum. Hann gekk aftur og sór þess eið að fylgja afkomendum bóndans á bænum í 9 kynslóðir.
Draugurinn Móri hefur ekki sést í brugghúsinu enn, þó hann sé þar velkominn eins og aðrir.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Móri - uppskrift

Post by halldor »

Oli wrote: 14 IBU First Gold (60 mín)
3 IBU Fuggles (5 mín)
3 IBU Cascade (5 mín)
3 IBU EK Goldings (5 mín)
Mér finnst 23 IBU vera frekar lágt. Ég myndi skjóta á 30-40 IBU... en auðvitað er það bara mín tilfinning :)
Plimmó Brugghús
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Móri - uppskrift

Post by gunnarolis »

Valli þarf bara að pósta uppfskriftinni :)
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Móri - uppskrift

Post by Oli »

halldor wrote:
Oli wrote: 14 IBU First Gold (60 mín)
3 IBU Fuggles (5 mín)
3 IBU Cascade (5 mín)
3 IBU EK Goldings (5 mín)
Mér finnst 23 IBU vera frekar lágt. Ég myndi skjóta á 30-40 IBU... en auðvitað er það bara mín tilfinning :)
já það gæti vel verið en þá ertu að vísu kominn vel yfir stílmörkin á rauðölinu, ekki að það skipti máli :)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Móri - uppskrift

Post by Oli »

gunnarolis wrote:Valli þarf bara að pósta uppfskriftinni :)
Hef það á tilfinningunni að hún yrði ekki ósvipuð þessari ;)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Móri - uppskrift

Post by halldor »

Oli wrote:
halldor wrote:
Oli wrote: 14 IBU First Gold (60 mín)
3 IBU Fuggles (5 mín)
3 IBU Cascade (5 mín)
3 IBU EK Goldings (5 mín)
Mér finnst 23 IBU vera frekar lágt. Ég myndi skjóta á 30-40 IBU... en auðvitað er það bara mín tilfinning :)
já það gæti vel verið en þá ertu að vísu kominn vel yfir stílmörkin á rauðölinu, ekki að það skipti máli :)
Ölvisholt bruggar ekki innan stíls ;)
Plimmó Brugghús
snorripet
Villigerill
Posts: 9
Joined: 1. Feb 2011 22:59

Re: Móri - uppskrift

Post by snorripet »

Já, ég ætla allavega að prófa þessar pælingar hérna.
Valli
Villigerill
Posts: 35
Joined: 20. May 2009 15:55

Re: Móri - uppskrift

Post by Valli »

Uppskriftin fyrir ofan er nokkuð rétt, líklega frá mér komin fyrir einhverju síðan.
Reynsla mín af IBU áætlun bruggforrita er sú að það er alltaf vanmetið. Móri er kringum 35 - 40 IBU.
Mjög ánægulegt að sjá menn spreyta sig á uppskriftum mínum, en betra væri síðan að fá að smakka afurðina til samanburðar:)
Valgeir Valgeirsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Móri - uppskrift

Post by Oli »

Valli wrote:en betra væri síðan að fá að smakka afurðina til samanburðar:)
Að sjálfsögðu :)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Móri - uppskrift

Post by halldor »

Valli wrote:Uppskriftin fyrir ofan er nokkuð rétt, líklega frá mér komin fyrir einhverju síðan.
Reynsla mín af IBU áætlun bruggforrita er sú að það er alltaf vanmetið. Móri er kringum 35 - 40 IBU.
Mjög ánægulegt að sjá menn spreyta sig á uppskriftum mínum, en betra væri síðan að fá að smakka afurðina til samanburðar:)
Ahh.. ég ætlaði að segja 35-40 en ákvað að hafa vaðið fyrir neðan mig :)
En getur passað að Móri hafi orðið beiskari með árunum?
Mér fannst allavega á tímabili eins og þú hafir aukið beiskjuhumlana til muna frá því sem var í upphafi.
Svo gæti þetta auðvitað bara verið munur á milli bruggana... en það er einmitt það sem er svo skemmtilegt við minni brugghúsin, maður er ekki alltaf að fá nákvæmlega sama bjórinn.
Plimmó Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Móri - uppskrift

Post by Eyvindur »

Valli, er þessi tala, 35-40 IBU, fengin með mælingum?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply