Uppgufun í suðu.

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
heidar
Villigerill
Posts: 12
Joined: 9. Feb 2011 02:06

Uppgufun í suðu.

Post by heidar »

Sælir.

Ég hef verið að velta einu fyrir mér, ég er búinn að leggja í 2 BIAB.

Var með ca 5 kg af malti á móti upphaflegum 25 ltr af vatni í bæði skiptin.

Get ímyndað mér að ég væri að missa allavega kannski 2 ltr af vatni í maltið í meskingu og svo hef ég hafið suðu. Hef bæði skiptin eftir 70 min suðu fengið ca 14 ltr í heildarvirt. Hélt fyrst að ég hefði verið að sjóða af of miklum krafti svo ég passaði mig í seinna skiptið og var með flotta suðu allann tímann en fékk samt svona lítið. Hef ég þá bæði skiptin soðið 6 ltr og kælt niður og sett út í gerjunarfötuna til að fá ca 19 ltr út. Ég hef verið að sjóða með gasi. Ef að ég geri ráð fyrir að missa 2-3 ltr í maltið, þá ætti ég að vera að missa 8-9 ltr í uppgufun í suðunni. Er það ekki fullmikið? Finnst það helvíti skrítið. Hefur einhver verið að lenda í svipuðu?
Come on you Spurs!
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Uppgufun í suðu.

Post by hrafnkell »

Kornið tekur ca jafn mikið í sig og það er þungt. Þeas það situr lítri af vatni eftir í kílói af korni, sem þú nærð ekki úr korninu.

Svo gufa 2-4 lítrar upp í 60mín suðu, eftir aðstæðum (hitastigi, rakastigi, loftræstingu og fleira)

Þegar ég brugga BIAB þá er ég venjulega með um 4-5kg af korni, og meski því í 27-28 lítrum af vatni. Þá enda ég með 20-21 lítra af virt í lok suðu.
User avatar
heidar
Villigerill
Posts: 12
Joined: 9. Feb 2011 02:06

Re: Uppgufun í suðu.

Post by heidar »

Miðað við þennann útreikning þinn sem hljómar nokkuð vel, þá ætti ég að vera með 16-18 lítra en hef verið að fá 14 ltr.
Come on you Spurs!
User avatar
OliI
Kraftagerill
Posts: 70
Joined: 28. Aug 2010 10:42

Re: Uppgufun í suðu.

Post by OliI »

Ég er með 15-16% uppgufun á gasi og hélt það væri mikið. Ertu með eitthvað svakatæki?
User avatar
heidar
Villigerill
Posts: 12
Joined: 9. Feb 2011 02:06

Re: Uppgufun í suðu.

Post by heidar »

Neinei, alls ekki. Og hef bara fína suðu.

Ég er kannski að missa óþarfa mikið í maltið og suðu. En mun klárlega byrja með ca 28-29 ltr næst!
Come on you Spurs!
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Uppgufun í suðu.

Post by hrafnkell »

Læturðu ekki leka vel af korninu?

þegar ég er að þessu þá tek ég pokann uppúr, hengi í hurðahún og læt leka í aðra fötu en suðutunnuna í svona 10-15mín, á meðan suðutunnan er að ná upp suðu. Þá eru komnir svona 3-4 lítrar í "hina" fötuna, sem ég skelli í suðutunnuna og fer svo að pæla í humlaviðbótum og svona.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Uppgufun í suðu.

Post by gunnarolis »

Ég sýð á 2x2200w elementum og hef hurðina út opna á meðan, það er bullandi suða allan tímann og ég er að fá sirka 16% uppgufun á klukkutíma eins og þessi hérna á undan. Þú ert bara að reikna rangt magnið sem er eftir í korninu hjá þér. Reiknaðu bara með því að það taki meira og ekki kreista það of mikið eftirá, þá gætirðu farið að draga óæskilega hluti úr korninu.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
heidar
Villigerill
Posts: 12
Joined: 9. Feb 2011 02:06

Re: Uppgufun í suðu.

Post by heidar »

Takk fyrir góð svör strákar, ég hlýt að vera missreikna mig svona duglega gagnvart því sem er eftir í maltinu. Enda kannski ekki beint auðvelt að reikna það.
Come on you Spurs!
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Uppgufun í suðu.

Post by Eyvindur »

Það er nú full mikil einföldun að segja að það gufi upp 2-4 lítrar í 60 mínútna suðu, því það veltur á svo mörgu. Ég er ekki með mjög öfluga suðu (bara nokkuð meðal, myndi ég halda), en opið á pottinum er hins vegar sæmilega breitt. Ég er með 5-6l í uppgufun á klukkutíma (ónákvæmt, því ég uppgötvaði eftir að ég mældi að mæliprikið mitt var með smá skekkju). Ég held að Úlfar sé með töluvert meiri uppgufun en ég (enda með monster pott).

Ég myndi persónulega aldrei nota suðupott án þess að mæla uppgufunina fyrst með vatni. Mæla 20l út í pottinn, sjóða í klukkutíma og mæla svo þegar ég hefði kælt vatnið aftur niður. Þá er svo rosalega einfalt að reikna bara út hvað maður þarf, og þurfa ekki að vera að fikta.

Þumalputtareglan er þá: Endanlegt magn + uppgufun + kg af korni. Ef ég væri að meskja 7kg í 25l þyrfti ég þá 25+6+7=38l af vatni. Sem er nokkuð nærri lagi í mínu systemi (reyndar væri ég sennilega með aðeins meira, því ég tapa alltaf smá vökva í meskikerinu).

Ég leyfi mér að fullyrða að eitt það besta sem maður getur gert er að taka sér tíma í að kynnast systeminu sínu almennilega. Það er fyrsta skrefið á leiðinni til þess að búa til besta bjórinn. Og vatn er mun þægilegra en að vera að sóa heilum bruggdegi til að komast að því að maður notaði of lítið/mikið vatn.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Uppgufun í suðu.

Post by hrafnkell »

Það er nú ekkert stórslys þó það sé of mikið eða lítið vatn... Bjórinn verður bara sterkari eða veikari. Það skiptir líka enn minna máli í fyrstu keyrslunum í kerfinu manns, því maður veit ekki alveg hvar nýtnin liggur, sem gerir það ólíklegt að maður negli OG þó maður viti uppgufunina.

Ég er amk nógu kærulaus í bruggina til að ég segi fólki bara að taka bara upplýsta ákvörðun um vatnsmagn og muna svo að documenta alla parametera vel til að geta stillt þá af fyrir næsta brugg.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Uppgufun í suðu.

Post by Eyvindur »

Mér finnst það ekki alveg nógu sniðug ráðlegging, ef ég á að segja eins og er. Það er allt í lagi að vera kærulaus, en ég skil ekki alveg þann hugsanahátt að vilja ekki kynna sér græjurnar sínar almennilega áður en maður byrjar að nota þær. Ég myndi segja að fyrsta skrefið í átt að því að verða virkilega góður bruggari sé að kynnast systeminu. Jú, maður kynnist því með tímanum, en af hverju ekki að gera það ferli einfaldara með því að eyða klukkutíma í eina prufukeyrslu?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Uppgufun í suðu.

Post by Sleipnir »

Þegar þið sjóðið látið þið þá bulla allan tímann eða látið suðuna koma upp og halda svo við með því að skjóta hita á til að halda topphita?
Þegar verið er að tala um nýtni er þá miðað við magn af vatni fyrir meskingu og vs öl komið á flöskur eða batch size vs. öl fyrir átöppun eða...??
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Uppgufun í suðu.

Post by halldor »

Sleipnir wrote:Þegar þið sjóðið látið þið þá bulla allan tímann eða látið suðuna koma upp og halda svo við með því að skjóta hita á til að halda topphita?
Þegar verið er að tala um nýtni er þá miðað við magn af vatni fyrir meskingu og vs öl komið á flöskur eða batch size vs. öl fyrir átöppun eða...??
Nýtnin er það hlutfall af umbreytanlegri sterkju sem þú nærð að breyta í vinnanlegar sykrur í meskingunni.
Með 100% nýtni ertu að fá allar þær sykrur úr korninu sem þú getur í meskingunni... en það reyndar gerist ekki og er í raun óæskilegt.
"Eðlileg" nýtni er á bilinu 65-85%.
Þú getur séð potential extract fyrir þá tegund af korni sem þú ert að nota á vefsíðu framleiðandans. Þetta potential er stundum gefið upp á forminu 1.037, sem vísar til þess gravity (SG) sem þú færð með einu pundi af þessu korni í eitt gallon af vökva þegar (og ef svo ólíklega vildi til að) þú nærð 100% nýtni. Ef nýtnin er hins vegar 80% færð þú 1.029 í SG.
Stundum er potential gefið upp sem prósenta og er þá yfirleitt á bilinu 75-80%, en það fer að sjálfsögðu eftir því hvaða malt týpa á í hlut. Til að finna út potential extract út frá t.d. 80% potential þarftu að margfalda 0,8 með (1-1.045) (sem er hæsta mögulega extract), þá færðu út 1,036 (+1).

Þetta er kannski ekkert æðislega vel sett upp hjá mér en vonandi hjálpar þetta eitthvað :)
Plimmó Brugghús
Post Reply